Maður er farinn að hálf vorkenna Andra Steini. Ekki nóg með það að tapa nánast undartekningalaust á æfingum heldur þarf karlgreyið að keyra með mer og Eysteini á milli og hlusta á montræðurnar allar 45 min sem tekur að keyra á milli. Reyndar er hann að bjóða hættuni heim fyrir hverja æfingu með þessum yfirlýsingum alltaf. Í gær var æft í Reykjaneshöllinni og ekki er hægt að segja að það hafi verið fjölmennt. Annar flokkur var í verðskulduðu fríi eftir góðan leik við Afturelding á lau. Svo vantar líka nokkra góða menn sem eru í prófum eða í ferðalögum víðsvegar um heiminn. Þeir sem mættu gerðu samt ótrúlega gott úr þessari æfingu. Boðið var uppá sendingaræfingar og skotæfingar sem gengu vel fyrir sig. Í skotæfingunni var gerð keppni og voru tveir og tveir saman sem fengu fyrirgjöf sem átti að klára. Það lið sem var fyrst uppí tíu mörk vann og til að gera langa sögu stutta unnu þeir félagar Andri og Orri. ( til hamingju með það strákar mínir ) En svo kom að alvörunni og við skiptum í tvö lið. Andri og Orri lentu saman í liði og voru yfirlýsingarnar þannig að halda mætti að þeir hefði unnið meira ein einn leik á þessu tímabili. Nú þeir reyndar byrjuðu betur og komust tveimur mörkum yfir og var staðan þannig þegar 2 min voru eftir og þeir meira að segja farnir að tefja. Okkar lið setti þá bara í þriðja gír og smelltu þremur mörkum í lokin og auðvitað eitt bjöllumark bara svona til að gera þeim þetta erfiðara.
Eins og ég skrifaði áður um að það yrði leikur á þriðjudag þá var það misskilningur. Ekki það að það sé erfitt að skilja meistara Jeeenkó. Fyrsti leikur okkar verður semsagt á laugardag við Aftureldingu í Mosfellsbæ. Þriðjudaginn eftir spilum við svo við HK í Fífunni.
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 4.12.2006 | 06:18 (breytt kl. 06:20) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
349 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Þér finnst svo gaman að pirra menn þegar þú vinnur óli minn, haha;)
Denni (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:04
eru þið vængefnir?? kominn ájörðina eftir hvað? ad hafa tapað á 4 æfingum.... grenja það ekki
andri steinn birgisson, 4.12.2006 kl. 19:21
Andri minn ég skal spjalla við Jankó og ath hvort þú fáir nú ekki að vera með mér og Eysteini í liði svo jólin verði nú ekki ónýt hjá þér
sjö-an (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.