2.flokkur!

Í dag lékum við í 2.flokknum gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í faxaflóamótinu en leikurinn fór fram á nýjum gervigrasvelli þeirra heimamanna. Við mættum á staðinn og áttum í fyrstu erfitt með að átta okkur á því hvar þetta gervigras var en Áslaugur Andri taldi víst að þetta gervigras væri ekki lengra en 70 metrar. Ekki ljái ég honum það þar sem völlurinn var snævi þakktur og samkvæmt mínum heimildum var ástæðan sú að ekki væri ennþá búið að kveikja á hitanum í vellinum.

 En allavega þá hófst leikurinn og var svolítill hrollur í mönnum en við komumst þó yfir snemma leiks þegar Óli Baldur afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir frábæran undirbúning Emils. Heimamönnum tókst að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan jöfn þegar menn gengu til leikhlés.

Síðari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri og spiluðum við léttleikandi einnarsnertingar bolta og fólk hefði vart séð mun á okkar spili og BarcelonaTounge....Allavega skilaði þessi spilamennska sér þegar Óli Daði stangaði hnitmiðaða hornspyru Óla Baldurs í netið og við komnir aftur með verðskuldaða forystu.

Heimamenn voru segir og tókst að lauma einu marki í viðbót en létum við engan bilbug á okkur finna og nú var röðin kominn að Markó sem líkt Óli D. stangaði knöttinn í netið nú eftir horn frá Jobba og vildu menn meina að tilburðir Markós í loftinu minntu á tilburði fyrrverandi leikmanns og fyrirliða Grindavíkur sem nú er þjálfari liðsins(ætli þeir séu skyldir?). Þegar þarna er komið var ekki mikið eftir en við vorum nú ekki alls kostar hættir en Jobbi rak svo sjálfur endahnútin á þetta með föstu og hnitmiðuðu skoti sem markvörður Aftureldingar átti ekki möguleika á að verja.

Úrslitin sem sagt 4-2 fyrir okkur og samkvæmt Jankó var maður leiksins Magnús Bjarni a.k.a Denni Crane og var hann vel að nafnbótinni komin þar sem hann átti ófáar vörslur og ekki var á nokkurn hátt hægt að skrifa þessi 2 mörk heimamanna á hann.

Ágætisleikur að okkar hálfu þó svo að auðvitað sé enn langt í land enda er aðeins desember mánuður og nokkrir ekki í sínu besta formi.

En ætli ég láti þetta ekki duga að sinni og vil ég óska sjálfum mér til hamingju með að að hafa verið á undan Andra Steini að fatta hvernig ætti að bloggaLoL...

Jón Ág. (Nonni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meistaraflokkur karla Grindavík

Gott hjá ykkur,drengir.

Crane er minn maður.

 Eysteinn

Meistaraflokkur karla Grindavík, 3.12.2006 kl. 01:20

2 identicon

flott hjá ykkur strákar og til hamingju Nonni með fyrstu færsluna, ekki það að það sé mikið afrek að vera á undan Andra að fatta hvernig á að blogga

sjö-an (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband