Úrslitamörk!!

Mikið svakalega er ógeðslega gaman að vinna svona á úrslitamarki. Ég hef tekið eftir því að í síðustu leikmenn06_pallskipti sem maður hefur verið að vinna nokkuð stórt á æfingu hefur mitt lið slakað aðeins á undir lokin bara til að fá úrslita mark og vinna svoleiðis, svona til að svekkja Andra og Orra aðeins meira. Annars átti Orri setningu æfingarinnar þegar brotið var á honum við miðju og hann krafðist þess bara að fá mark í staðinn fyrir aukaspyrnu hehe. Mér fannst reyndar svkalega lélegt af Einari Helga að slökkva ljósin á svæðinu þegar Alex slapp í gegn bara til að við kæmumst ekki fimm mörkum yfir. Það er allt reynt!!

 

Nú komum við til í að spila nokkra leiki á næstu vikum. Fyrst spilum við við HK á þri kl 18.15 í Fífunni. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum eftir að allar þessar “stjörnur” fóru. Okkur vantar alveg 4-5 leikmenn í þann leik þannig að ungu púpurnar fá núna sénsinn. Jankó hrósaði einnu púpunni á dögunum og ég held að undirritaður taki bara undir það hrós því Páll Guðmundsson hefur verið að spila frábærlega það sem af er. Ef að pjakkurinn heldur áfram svona er hann fyrstur inn í liðið, það er bara svo einfalt.

 

Að lokum vil ég minna á stuðningsmanna hugmyndina. Enn hefur engin tekið undir þessa hugmynd. Við eigum til svo marga í Grindavík sem mundu smellpassa í svona hóp. Ég sé fyrir mér 50 manna hóp sem mundi slátra hvaða gúmístuðningsliði sem kæmi á Grindavíkurvöll. Endilega kommentið þið á þessa hugmynd og vinnum úr henni.

 

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband