Þannig fór um sjóferð þá.

Já það var hörku leikur sem boðið var uppá í átta liða úrslitum íslandsmótsins innanhús. Þar áttum við í höggi við Fram og vilja gárungarnir meina að þetta hafi verið leikur dagsins. Við komumst yfir  2-0 og þannig var staðan þegar um 5 min voru eftir þá náðu Framarar að jafna og endaði venjulegur leiktími þannig. Framlengt var og enn var 2-2 þrátt fyrir ótal færi okkar manna og meðal annars stangarskot Eysteins þegar 5sek voru eftir. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skella í vító sem fór þannig fram að skotið var þangað til annað liðið klikkaði. Þeir byrjuðu á að setjann en Eysteinn svaraði með svakalega öruggu víti. Nú aftur grísuðu þeir einu inn en þá var komið að þætti Andra Steins nokkurns Birgissonar. Hann skellti sér á vítalínuna og átti þetta líka hörku skot sem glumdi í stönginni. Það mátti heyra saumnál detta og svo stigu Framarar villtan stríðsdans. Við vorum ekkert að núa þessu um nasir Andra en það er alveg á hreinu að þessi drengur tekur ekki víti fyrir okkur aftur!!!

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andri er nú samt svaka öruggur þegar hann tekur víti á æfingu, það má ekki taka þetta af kallinum:P

Denni (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 15:46

2 Smámynd: Meistaraflokkur karla Grindavík

Við vinnum þetta bara á NÆSTA ári

Eysteinn 

Meistaraflokkur karla Grindavík, 27.11.2006 kl. 23:24

3 identicon

Denni þú ert að meina þegar hann tekur víti í PRO :) Þarf ekki að vera örugg vítaskytta í pró til að vinna þig;)

sjö-an (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 00:29

4 identicon

ussss óli, þú átt eftir að sjá eftir þessu þegar ég rÚsta þér í pro, uss, kallinn kemur með vel mannað lið og vel æft og mun taka vel á því, nefndu bara tíma og stað og ég skal RASSSSKELLA þig i pro:D

Denni (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 01:45

5 identicon

og ég skal lika andra hvenær sem er

Denni (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband