Já við gerðum góða ferð í borgina í dag. Átta galvaskir Grinvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu riðilinn sinn og eru þar með komnir í átta liða úrslit íslandsmótsins innanhús. Við spiluðum við Þrótt Reykjavík fyrst og unnum þann leik nokkuð sannfarandi 4-3. Það var sérstaklega gaman að vinna þann leik því Keli gamli vað að spila á móti okkur. Næst var það FH en það fór ekki jafn vel því við töpuðum þeim leik 4-1. Spurning hvor við höfum ekki bara verið að vanmeta þá. Vélin hrökk svo í gang í síðasta leiknum okkar og þar unnum við Sindramenn 11-1. Með því að klára þá svona unnum við riðilinn með jafnmörg stig og Þróttur og FH en með langbesta markahlutfallið. Átta liða úrslitin byrja síðan kl 11 í fyrramálið og þar mætum við Óðni Árna og félögum í Fram. Gaman að þetta hafi gengið svona vel því við erum sjálfsagt eina liðið í þessu móti sem æfir ekki neitt innanhús. Þeir sem spiluðu í dag voru Helgi M, Óli Stefán, Eysteinn, Eyþór, Andri Steinn, Palli, Þorfinnur, Alex og Scotty. Rúnar Sigurjóns stjórnaði okkur svo af stakri snilld. Spurning hvort Eggert Magnússon viti af honum í stjórastarfið hjá West Ham...
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 25.11.2006 | 21:16 (breytt kl. 21:19) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.