Já gleðin heldur áfram á æfingum okkar. Í gærkvöldi var æfing í Reykjaneshöllinni sem er reyndar á frekar leiðinlegum tímum kl 21.30. Hún byrjaði á því að Jankó sagði okkur að Gunnar Már, sem hefur verið að aðstoða okkur, hefði verið rekinn og Rúnar Sigurjóns ráðinn í staðin. Semsagt einn þungarviktarmaður í stað annars. Nú þar á eftir hófst æfingin á sínum hefbundnu flóknu en frábæru sendingaræfingum. Að sjálfsögðu var hápungtur kvöldsins síðan spilið. Það vakti athygli að Andri Steinn og Eyþór Atli voru ekki saman í liði en eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá er að myndast spenna á milli þeirra hér á spjallinu. Það verður bara að segjast eins og er að þá hafði Eyþór betur því fyrir utan það að vera í sigurliði þá skoraði hann líka mark ( reyndar potmark þó svo að hann komi til með að segja annað ) Andri var reyndar í svakalegri gæslu hafsentaparsins sem hafa fengið nafnið "mannæturnar". Hjörtur Pálsson markmaður var í fyrsta skipti á þessu tímabili í tapliði sem þíðir að það er bara einn ónefndur leikmaður sem eftir er taplaus. Gleðin á þessari æfingu var síðan fullkomnuð með úrslitum kvöldsins úr meistaradeildinni
P.s Til hamingju með afmælið Gunnar Már
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 22.11.2006 | 03:13 (breytt kl. 03:17) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
148 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, Anfield!!
Eysteinn (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 08:38
Thanks youngsters.....
Gunnar Már (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 10:41
óli minn eg skoraði líka mark þanning ad það var jafnt a milli okkar svo vannég boxið líka a æfinguni hehe eyjó ekki illa meint og enginn árás her
andristeinn (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 11:59
Það hefur þá verið eftir að önnur "mannætan" var farin. Var þetta potmark eins og hjá Eyjó??
Sjö-an (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 19:38
hehe það er eitthvað í gangi, fyrstu æfingarnar voru lítið um mörk en síðustu 2 hefur sigurliðið sem btw ég er í því, rústað báðum leikjunum, hvaða er i´gangi
en já andri gaman af þessu í gær, hlakka til á föstudaginn,,
til hamingju með daginn Gunnar
Þorfinnur (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.