Ennþá rúllar boltinn og framundan er íslandsmót innanhús. Mótið verður í laugardagshöllinni á laugardag og svo úrslitin á sunnudag. Við erum með FH Þrótti og Sindra í riðli og komast tvö efstu liðin áfram í úrslit. Það verður að segjast eins og er að í dag er lögð mjög lítil áhersla á svona mót og Grindavík tekur ekki einu sinni æfingu innanhús fyrir mótið.
Það var verið að setja upp leikjaniðurröðun fyrir næsta sumar og byrjum við á því að spila við Stjörnuna í Garðabæ og endum svo fyrir austan á móti Fjarðabyggð. Þetta á eftir að vera hörku mót og með því að fjölga í deildinni verður ákveðinn sjarmi yfir þessu. Við eigum eftir að spila við nágranna okkar úr Sandgerði og Njarðvik og það verða nátturlega svakalegar rimmur. Það er ótrúlegt að spá í því að undirritaður hefur aldrei spilað við þessi lið í Íslandsmóti og hef ég spilað með Grindavík síðan 1993. Mér skilst samt að þetta hafi verið svakalegir leikir í gamladaga þegar þessi lið mættust í gömlu þriðjudeildinni.
Á föstudag æfðum við í Garðabæ og það var ekki nema 9 gráður í mínus takk fyrir. Æfingin varð samt góð og endaði á spili þar sem betra liðið vann 6-0 og gefa tölurnar ekki rétta mynd af gangi leiksins því leikurinn hefði átt að fara 10-0. Á sunnudag fórum við í höllina í keflavík og þar var nú aðeins heitara. það var semsagt 24. gráðu munur á föstudagsæfingunni og á sunnudeginum en það er að jafnaði 15 gráður inni.
Endilega takið þátt í umræðunni með okkur og höfum jákvæðni að leiðarljósi og það væri líka gaman að fá að sjá fleiri í gestabókinni.
over and out
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 20.11.2006 | 17:15 (breytt kl. 17:25) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
ætlaru ekkert að taka fram hverjir voru að skora mörkin og svona. Hver átti flottasta mark tímabilsins fram að þessum tíma og langt í að það verði bætt. Mér finnst þetta nú ekki alveg nægilega góð lýsing á fyrstu æfingu á stjörnuvelli ;)
Eyþór Atli Einarsson, 20.11.2006 kl. 21:38
Mér skildist að það væru allir búnir að frétta það þannig að ég var ekkert að nefna það;)
sjö-an (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 23:47
hehe Eyþór það eru allir sammála að þú áttir mörk dagsins á æfingunni.
En þvílíkt rúst hjá okkur, fyrir utan það þá er ég sáttur með þessa síðu, var bara að djá hana fyrst áðan, en hvernig verður þetta um helgina, ætlum við að taka þátt eða hvað
Þorfinnur (Tobbi) (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 08:40
ja auðvita tökkum við þátt í þessu og stefnum á fyrsta titilinn strax í fyrsta móti og svo höllum við titlunum inn næsta ár eyþór stein þeigiðu...heh madur er buinn ad heyra nóg um þetta mark kv. hat-rik
andri steinn birgisson, 21.11.2006 kl. 12:36
Andri ef þú ætlar að vera í því að rífa kjaft hérna á síðunni þá held ég að þú ættir að hafa "helfítis" stafsetningarorðabókina með þér. Þetta hat-rik er ekki að gera sig!!! Hat-trick væri kannski aðeins skárra ef það væri einhver rökstudd merking á bak við það. En ég er nú samt farinn að skilja þetta þannig að þú ert með þetta skrifað svona því að þú ert að viðurenna að þú hafir ekki skorað Hat-Trick, heldur bara eitt mark og því slepptir þú tveimur stöfum úr seinna orðinu. Þannig að fyrir hvern staf sem vantar í orðið mínusar þú eitt mark frá. Trick gefur okkur þrjú mörk og ef við tökum T-ið og C-ið í burtu stendur eftir eitt mark og það var það mark sem þú skoraðir á þessari æfingu sem var löglegt ;) Kveðja Mark ársins!! hahahahhaha
Eyþór Atli Einarsson, 21.11.2006 kl. 15:27
hehe eg er geggjaður i stafsetningu hehe kv hat-rik
andri steinn birgisson, 21.11.2006 kl. 19:43
Eyþór...hvað er að "viðurenna"?
Eysteinn (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.