Ég hugsa að það þurfi ekki að kynna þjálfara okkar fyrir neinum Grindvíkingum en til gamans ætla ég aðeins að fara yfir ferilinn síðan hann kom til okkar. Jankó kom til okkar veturinn 1991 fullur eldmóðs að sanna sig í nýju og framandi landi. Hann kom hingað algjörlega ótalandi og kom úr vélinni og beint á 5 stjörnu hótelið í Fiskanesi. Honum var útvegað DBS reiðhjól sem var meira að segja þriggja gíra. Fyrsta ár hans var erfitt þar sem hann var án fjölskyldu sinnar og alvarlegt ástand í heimalandi hans Jugoslaviu. Jankó var samt ekki lengi að stimpla sig inn og varð fljótlega sterkasti varnarmaður landsins og einn besti fyrirliði sem við höfum átt. Árið 1998 hætti hann sem leikmaður.
Grindavík fékk fljótlega að njóta krafta hans sem þjálfari þegar hann hóf stör sem yngriflokkaþjáfari og náði hann góðum árangri sem slíkur. 1999 var hann síðan ráðinn þjálfari meistaraflokks. Strax á fyrsta ári sem þjálfari sást í hvað stefndi. Liðið þótti spila mjög góðan bolta en enduðum samt á því að spila úrslitaleik um sæti í deildinni. Á öðru áru var hann búinn að slípa liðið til og Grindavík fór beint í toppbaráttuna. Það ár spilaði Grindavík besta boltann en ákveðið reynsluleysi varð til þess að við enduðum bara í þriðja sæti en náðum þó Toto Evrópusæti eftir úrslitaleik við IBV í Eyjum. Eyjamenn höfðu ekki tapað í 38 heimaleiki í röð þannig að þetta var vissulega mikill sigur. Auk þess urðum við deildarbikarmeistarar eftir 4-0 sigur á Val á Laugardagsvelli. 2001 héldum við áfram að spila þennan flotta bolta sem einkenndi nú lið Grindavíkur en enduðum í fjórða sæti. Eftir það ár Tók hann sér frí frá meistaraflokksþjálfun en færði sig síðan um set og tók við liði Keflavíkur í tvö ár. Þar tók hann sig til og kenndi þeim að spila alvöru bolta, sem margir höfðu talið mission imposible. Hann kom þeim meðal þeirra bestu aftur og síðan að bikarmeisturum. 2005 tók Jankó síðan við hálf fátæklegu búi en hélt okkur enn og aftur meðal þeirra bestu. Árið í fyrra fór hann í 2. flokk og skilaði frábæru starfi þar. Nú er Jankó mættur aftur sterkari en áður. Maðurinn er með æðstu gráðu í þjálfun og þekkir okkur betur enn nokkur annar. Hann byrjar á grunninum eins og hann gerði 1999 og það skal ekki taka hann langan tíma að gera Grindavík að besta fótboltaliði landsins.
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 16.11.2006 | 21:00 (breytt kl. 21:11) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
já þvílíkur karakter þessi maður. hann er líka hættur að ruglast á mér og Óðni en mikið djöfull væri skemmtilegt að fá að vita hvernig hann stafar nafið hans Scottys, ég held að það væri einhvern veginn svona skoji. alger snillingur
orri (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 23:07
Já hann á það til að ruglast á nöfnum, hann ruglaðist helviti oft á mér og magna fannberg og hétum við því báðir magní, en nuna er hann kominn með denni bara á hreint
Denni (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.