Æfingar á nýju ári

Þá er jólafríið góða búið og æfingarnar byrjaðar á fullu aftur.  Við æfðum í Reykjaneshöllinni í gær á nýja grasinu og var það alveg frábært, var kannski pínu sleipt á köflum en ekki ætla ég að kvarta yfir því.  æfingin í dag fellur niður vegna veðurs enda ekki skrýtið því maður þarf hreinlega að moka sig út úr húsinu og er þetta örugglega mesti snjór sem ég hef lent í hérna frá því að ég flutti fyrir 4 árum.  Fyrsti leikur hjá okkur á nýju ári er á móti Aftureldingu í mosó á laugardaginn klukkan 12 held ég og hvet ég alla til að mæta og skoða okkar lið því við höfum verið að spila ágætis bolta í þessum æfingarleikjum okkar.  þetta er fyrsti leikurinn okkar í smá leikjatörn en við spilum líka við Íbv og keflavík á næstunni.

Svo að sjálfsögðu stend ég við mín orð um jólaglöggið og er ykkur hér með boðið heim til mín á laugardaginn eftir leik í grill og game, spurning hvort ingvar komi jafn vel æfður og í síðasta game, en endilega kvittið ef þið ætlið að koma.  Makar eru velkomnir en endilega reynið að skilja þær eftir heimaGrin.

vinurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu ég er klár!  Við verðum víst bara tveir en það er svo sem fínt

Hatti (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:43

2 identicon

Ég mæti örugglega

Emil (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:37

3 identicon

Jéss

Bogi (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:14

4 identicon

ég mæti ;D

óli bjarna (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:20

5 identicon

eg mæti

jobs (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband