Það var galvaskur hópur sem mættur var í Egilshöllina á laugardagsmorgunin til að spila við Stjána vald og félaga úr Fylki. Byrjunarliðið okkar var eftirfarandi. Magnús Þormar í markinu, Ray,Eysteinn,Orri og Svenni í vörninni.Alex,Markó,Jói H og Óli Baldur á miðjunni og Emmi og Scotty frammi. Bekkurinn var Villz,Milos og óskar. Meðalaldur allra leikmanna Grindavíkur í þessum leik er um 22 ár og þó nokkrir leikmenn að stíga sín fyrstu spor með meistaraflokknum. Fylkismenn voru í við hættulegri í byrjun leiks en við áttum þó okkar spretti og átti til að myndi Emmi fínt færi en hitti ekki markið en smám saman náðum við að færa okkur framar og eftir fína sókn fékk scotty boltann úti hægra megin og lék á eina 10 fylkismenn og sendi boltann fyrir markið þar sem Alex kom og setti boltann í tómt markið. En strax í næstu sókn náðu Fylkismenn að jafna með skoti fyrir utan teig sem við hefðum átt að koma í veg fyrir og 5 mínútum seinna skoruðu þeir annað mark með góðu skoti utarlega í teignum eftir klaufagang í vörn okkar. staðan í hálfleik var því 2 - 1 fyrir Fylki en við þó síst lakari aðilinn í leiknum. í seinni hálfleik gerðist lítt markverkt og var lítið um marktækifæri en áttum við þó það helsta er óli Baldur skaut í innanverða stöngina eftir góða sókn. Villi kom inn fyrir Jóa og Milos fyrir Emma. Í heildina getum við verið sáttir með margt en ljóst er að Fylkisliðið hefur greinilega spilað meiri fótbolta heldur en við og því komnir í betra form en ég held að við höfum sínt það að við getum mætt hvaða liði sem er á fótboltalegri getu og áttum við góðar rispur þar sem við létum boltann ganga vel og létum þá hlaupa og hlaupa á eftir honum en herslumunin vantaði til þess að við kæmum okkur í góð færi. Ég held að ég hafi átt tilþrif leiksins þegar ég var að sækja boltann eftir að hafa fengið högg á hnéð og ég dofnaði og dofnaði í löppinni og á endanum gat ég ekki stjórnað henni og féll glæsilega í jörðina við mikil hlátrasköll meðspilara minna.
kveðja Vinurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
man ekki betur en að ég hafi líka komið inna. huhh
Óskar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:10
er svo ekki kominn tími a nýjan header a siðuna þar sem það eru bara 6 leikmenn á myndinni ennþá í liðinu
Óskar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:15
sorry skari minn, steingleymdi þér en með headerinn þá eigum við enga nýja liðsmynd af liðinu en ég er að leita af myndinni sem tekinn var af okkur í sumar. kannski einhver viti hvar hún er niðurkomin og láti mig hafa hana.
orri (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:57
Verður ekki að ræða við höfund um það mál? Spurning um höfundaréttabrot?? En ef þú kannt að skipta um mynd þá hefur þú mitt leyfi;) og ef þú lendir í vandræðum þá setti Eyþór myndina inn.
kveðja úr Grafarvoginum
Óli Stefán Flóventsson, 10.12.2007 kl. 22:22
jæja orri minn værri nú gaman ad fá smá fæslu um leikinn i gær liverpool-man u svona fyrir palla og emma
andri steinn (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.