í dag spiluðum við okkar fyrsta leik á undirbúningstímabilinu og var það gegn nágrönnum okkar úr sandgerði. hópurinn okkar var nú ekki nema 15 leikmenn að ég held og fengu allir að spila. Byrjunarliðið var óskar í markinu,Óli Daði, Orri, Ray og Svenni í vörninni og á miðjunni voru Óli Baldur, Palli, Markó og Alex og í sókninni var Emil Daði og Scotty. Villz, Viktor,Milos og Magnús Þormar voru á bekknum. Við byrjuðum þennan leik nokkuð vel og héldum boltanum vel innan liðsins og komust fljótlega yfir með góðu marki Scottys að ég held. eftir þetta var jafnræði með liðunum en við þó alltaf líklegri til þess að skora og fengum þó nokkur færi og átti Ray glæsilegt langskot og minnstu munaði að hann hafi hitt grindverkið fyrir aftan markið, glæsileg tilþrif. Við skoruðum svo annað gott mark og var þar að verki Emil Daði að mig minnir en ég bara man hreinlega ekki hverjir skoruðu og í hverri röð en maður verður bara að reyna. Staðan var 2 - 0 í hálfleik og í seinni hálfleik skipti Jankó um leikmenn og komu ungu strákarnir bara nokkuð vel inní leikinn. Við bættum við 2 mörkum sem Alex og Svenni skoruðu og urðu lokatölurnar 4 - 0 á baráttuglöðu liði Reynis. Ég held að við höfum sýnt að við getum verið hörku fótboltalið þrátt fyrir að liðið okkar líti kannski ekkert sérstaklega vel út á pappírnum en þegar við erum tilbúnir til þess að gera það sem við gerum best sem er að láta boltann ganga hratt milli manna þá getum við verið erfiðir viðureignar. Svo verð ég að minnast á tilþrif leiksins en þau áttu engin annar en Villz en hann fékk boltann undir mikilli pressu á kantinum, lék á hvern Reynis manninn á fætur öðrum og þeir áttu engan aðra kosti heldur en að sópa undan honum löppunum við endalínu, glæsilegur sprettur og heyrðist í stúkuni að annar eins sprettur hafi ekki sést síðan 87 þegar Rúnar Sigurjónsson geystist upp kantinn á móti Víðismönnum en nóg í bili.
kveðja Vinurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Þú ert nú ekki að segja of mikið frá besta færi leiksins sem sumum tókst að klúðra
7-an (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 01:05
haha....önnur eins tilþrif hafa ekki sést síðan Rúnar tók sprettinn upp kantinn !!!! ....snilld
PET (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.