Lokaorð

Það er með miklum trega og erfiðleikum sem að ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Grindavík. Það var orðið nokkuð ljóst í lok sumars að ég var að þreytast mikið á keyrslunni sem spannar nú 3 ár og 7mánuði. Ég skoðaði alla möguleika á að halda áfram því að auðvitað hefði maður kosið að geta klárað sig í Grindavík og var jafnvel búinn að skoða þann möguleika að flytja aftur suður, en aðstæður leyfðu það bara ekki og því fór þetta svona. Eftir að hafa legið yfir þessu alla helgina og velt mér fram og aftur upp úr málunum varð þetta raunin. 

Ég hef spilað með mfl Grindvík síðan í júlímánuði 1994 og æft síðan 1991 sem að er jafnvel fæðingar ár leikmanna sem eru í meistaraflokki í dag. Maður hefur gengið í gengnum erfiða tíma og góða tíma og sem betur fer standa þeir góðu uppúr og það að hafa tekið á móti bikar fyrir liðið mitt núna í haust er nokkuð sem fer á sama stall og fæðing sona minna. 

Nú tekur við nýr kafli hjá mér sem er vissulega vissulega mikil áskorun. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýliða Fjölnis og vonandi næ ég að nýta reynslu mína úr Grindvík í að hjálpa Fjölni að verða að öflugum úrvalsdeildarklúbb. 

Ég geng nú sáttur og stoltur frá borði og vona heitt og innilega að Grindavík gangi sem best. Ég þakka öllu því frábæra fólki í kring um klúbbinn gott samstarf og eins stuðningsmönnunum sem sýna vonandi skilning á þessari erfiðu ákvörðun. Ég á eftir að hitta flesta leikmenn og þjálfara persónulega og þakka fyrir mig og svo hittumst við nátturlega á vellinum í sumar. 

Með vinsemd og þökk

Óli Stefán Flóventsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel Óli í nýjum klúbb, en færðu sjö-una????

Helgi Már (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 12:10

2 identicon

Ég er að norðan og tók upp á því að fylgjast með þessari síðu þinni í sumar. Mér finnst hún frábær og virðist lýsa þér svolítið. Það fer nefnilega gríðalega gott orð af þér sem frábær félagi og sterkum karakter. Mér fannst t.d frábært þegar þó skrifaðir á þessa síðu um Þórs leikinn snemma í sumar þar sem þú talaðir um að mínir menn hefðu átt að vinna og þið hefðuð verið heppnir. Ekki margir sem koma svona hreinskilningslega fram. Haltu þínu góða starfi áfram hjá Fjölni. Vonandi heldur þessi síða áfram því hún er skemmtileg lesningar

Kristinn (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:49

3 identicon

Mikill missir fyrir félagið að missa svona karakter og leikmann en gangi þér samt vel á nýjum stað.

Held að þú sért svo mikill Grindavíkur að þú varst að velja þér lið í sömu litum og Grindavík !!! 

p.s. hver tekur þá við pennanum hérna ??

PET (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:45

4 identicon

það er kannski að þeir stytti bannið hjá mér vegna góðrar hegðunar og ég taki við pennanum.

orri (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:20

5 identicon

nei mæli nú alls ekki með því þú ferð bara ad drulla yfir dómarana oghinn liðinn

andri steinn (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:45

6 identicon

Gangi þér vel hjá nýjum klúbb Óli minn..! Nottla skiljanlegt þegar menn eru komnir á þinn aldur að þurfa að taka skref niður á við..

Palli (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:51

7 identicon

Þú mátt vera stoltur afþví sem þú hefur gert í Grindavík og átt eftir að styrkja Fjölnisliðið mjög mikið. Vona að þú leggir ekki pennann á hilluna, væri gaman að fylgjast með hvernig þér gengur í Rvk.

Er það ekki bara olistefan.blog.is?? eða jafnvel sjoan??

Bjössi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:35

8 identicon

Jæja ég hef ákveðið að verða við þessari áskorun "Bjössa" og hef nú stofnað nýtt blogg. Hvaða Bjössi er þetta by the way? Bloggið mitt er semsagt 7-an.blog.is

Kveðja

Oli Stéfan

7-an (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband