Þegar maður lítur yfir farinn veg þá held ég að við getum verið sáttir við árið. Eftir að við féllum þá varð nokkuð ljóst að nokkrir myndu yfirgefa okkur sem varð raunin. Við héldum samt góðum leikmönnum ásamt því að ungir leikmenn myndu fá tækifæri.
Við byrjuðum að æfa um miðjan nóvember og þá var strax tekin stefna á það að vinna deildina. Við byrjuðum markvist að æfa það sem Jankó er þekktastur fyrir þ.e stuttar sendingar og halda bolta innan liðsins. Ég hef áður sagt að það þarf mikla þolinmæði í þá vinnu en ég held að allir séu því sammála að sú vinna skilaði sér vel.
Þegar að líða tók á veturinn fékk Jankó aðstoðarmann sinn Dragan að nafni. Sá mikli ljúflingur kom með flottar þrekæfingar inn í prógrammið og uppúr æfingaferð okkar til Tyrklands var ljóst að við vorum að komast í fanta form. Einnig tók Dragan varnarfærslur mikið til sín og vann í þeim sem ég tel að hafi skilað miklu til okkar enda bara eitt lið sem fékk færri mörk á sig en við.
Þegar að kom loks að fyrsta leik okkar við Stjörnuna voru menn fullir eftirvæntingar og spennustigið hátt. Við unnum mikið í því að vera rétt stilltir á móti liðum sem áttu að vera lakari en við á pappírnum og held ég að við höfum gert það frábærlega því að vanmat er einhvað sem ekki var til hjá okkur í sumar.
Við tókum strax forustu í deildinni og vorum á toppnum allt þar til að við töpuðum fyrir Þrótti úti seint í mótinu. En þeir eins og Fjölnir höfðu fylgt okkur eins og skugginn og spiluð bæði lið mjög vel í sumar. ÍBV var seint í gang en læddust upp töfluna og settu spennu í mótið í síðustu umferðum en náðu ekki alla leið.
Grindavík stóð uppi sem sigurvegari og tel ég okkur vel að því komnir. Það hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting í liðinu og allri deildinni. Allir hafa lagt hönd á plóg og komið Grindavík þar sem það á svo sannarlega heima, í efstu deild.
Ekki get ég hætt án þess að minnast á stuðningsmenn okkar. Við höfum séð það í sumar að við eigum frábært fólk sem stendur og fellur með síðnu liði. Alltaf mæta menn á leiki og meira að segja fylgdu okkur fólk alla leið á Norfjörð í síðasta leik. Samt vantar aðeins uppá söng og köll sem gefa leikmönnum oft þetta extra sem vantar. Öll lið í efstu deild er með hóp fólks sem sér um þennan þátt. Þetta þurfa ekki að vera margir heldur að það séu nokkrir sem halda utan um málin og stjórna söngvum og köllum. Við sáum það í leiknum á móti Reyni þar sem þeir mættu með flottan hóp, ekkert stóran endilega heldur flottan, sem sá um að stemmningin var frábær. Þeir vöktu okkar fólk og held ég að menn hafi verið sammála um að það varð úr mikil skemmtun. Okkar fólk toppaði hins vegar allt með frábærri móttöku þegar við komum með bikarinn heim og fær maður bara gæsahúð á því að hugsa um það.
Í vetur tók ég á mig að sjá um þessa blogsíðu ásamt fleiri góðum drengjum. Hún var fyrst og fremst hugsuð sem nokkurnskonar upplýsingamiðill fyrir okkur til að fylgjast með æfingatímum og stöðum því við vorum aldrei að sama stað tvisvar sinnum. Eins var maður að reyna að fá heitar umræður í gang þar sem menn gætu skotið hver á annan í léttu eftir æfingar. Ég held að þetta hafi tekist vonum framar og alltaf fleiri og fleiri sem hafa skoðað síðuna ásamt því að taka þátt í umræðunni. Núna eiga færslur eftir að minnka enda lítið um bolta næsta mánuð en ég vil nú ekki hætta með hana alveg því mér finnst að við ættum að nota hana næsta tímabil líka.
Ég vil þakka ykkur strákar fyrir frábært tímabil og við hittumst ferskir á flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðvikudag.
Óli Stefán
Flokkur: Íþróttir | 1.10.2007 | 14:28 (breytt kl. 14:34) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Góðar línur.
Þú hefur gert góða hluti með þessari síðu, "Palli" minn.
Nú er bara að pússa golfskóna.
Eysteinn (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 15:43
Takk sömuleiðis frændi, þú varst nú duglegur að skrifa líka drengur
sjö-an (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:48
fáið ykkur herbigi
þunnur (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 18:03
Takk fyrir seasonið strákar. Góða ferð.
fotboltafikill (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 19:15
Takk fyrir síðast og góða ferð út í sólina :D
PRÓ (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:34
sælir, takk fyrir sumarið, síðan tökum við næsta líka með prompi og prakt, ég væri til í að vera hja´ykkur en ég kvarta ejkk í 35 stiga, góða skemmtun, sjáumst heima
þorfinnur (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.