Veðrið

Mér sýnist á öllu að við séum bara heppnir að enda fyrir austan því þar verður þetta líka fína veður. Við erum að tala um sunnan 5-6 m/s og alskýað. Hiti verður á bilinu 8-10 gráður. Besta veðrið verður sjálfsagt fyrir norðan en það vesta auðvitað í Eyjum en Fjölnismennirnir verða sjálfsagt að fara í dag með Herjólfi því það má ekki fresta síðastu tveimur umferðunum. 

Af okkur er það annars að frétta að menn eru flestir heilir en nokkrir tæpir samt. Gömlu mennirnir, við Eysteinn, erum að tjasla okkur saman enda báðir mjög spenntir að spila fyrir austan og það þarf meira en einhvern hálsríg til að stoppa okkur í að spila.

Við eigum hádegisflug á morgun þannig að við verðum lentir í faðmi fjölskyldu Eysteins um eitt. Þangað liggur leið okkar á veitingastað sem að systir hans á í te og rist (spurning hvort að við stelumst ekki í kleinur líka) Frá Egilsstöðum er um 50 min keyrsla inná Norfjörð þar sem leikurinn byrjar svo 17.30

Óli Stefán  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já kleinurnar klikka ekki á Egilstöðum !!! og ekki kakóið heldur :)  

PRÓ (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:57

2 identicon

Bíddu....Þetta með veðrið? Var það einhvern tímann spurning...?

Eysteinn (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 19:18

3 identicon

Gangi ykkur vel strákar, komið með bikarinn heim www.blog.central.is/fotboltafikill

fotboltafikill (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 07:04

4 identicon

við viljum bikarinn heim Grindavík....við viljum bikarinn heim Grindavík....við viljum biiiiiikarinn heim ....við viljum bikarinn heim Grindavík !!! 

PRÓ (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til hamingju Grindvíkingar! Myndir frá bikarafhendingunni í kvöld HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2007 kl. 00:15

6 identicon

Frábært hvernig móttaktókst. Fjöldi fólks mætti og lét ekki grenjandi rigningu og rok stöðva sig.

Hittumst hress og kát í kvöld í FESTI.

PRÓ (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband