Frestað

Leiknum við ÍBV sem átti að fara fram í dag var frestað. Þetta fór því eins og ég spáði fyrr í vikunni en það var löngu útséð að við myndum ekki spila í dag. Þegar við áttum að fljúga kl 10 í morgun var 31m á sek á Stórhöfða. Við gerðum okkar besta í því að fá leiknum flýtt og spila hann á föstudagskvöld en ÍBV neitaði þeirri ósk. Í stað þess að spila í blankalogni eins og var í Eyjum á föstudag þá vildu þeir frekar spila í stormi og ógeðisveðri eins og spáð var. Leiknum er frestað til morguns en það spáir ágætu þá.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja núna höfum við möguleikann á að ná aftur efsta sætinu þar sem Fjölnir vann Þrótt. Takið nú þessa vestmanneyinga í bakaríið fyrst þeir vildu ekki flýta leiknum. Hef fulla trú á ykkur.

PRÓ (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 17:14

2 identicon

Grindavík er komið yfir 0-1 Númi með markið á 8. mín skot fyrir utan teig

blog.central.is/fotboltafikill (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:27

3 identicon

Strákar, nú er bara málið að vinna Fjölni.  Þetta er undir engum komið nema sjálfum okkur og við vitum að við getum þetta.  Ég vildi óska að ég kæmist á völlinn til að hvetja ykkur áfram, eins og ég vona að allir bæjarbúar geri...

Baráttukveðjur frá Nýfundnalandi!

Erla Ósk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:17

4 identicon

engin afsökun Erla því það er ennþá tími að ná flugi Takk fyrir kveðjuna og það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina

sjö-an (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband