ÍBV-Grindavík

Jæja þá er loks komið að leik í þessari deild okkar en við höfum ekki spilað síðan við töpuðum á móti Þrótti. Leikur morgundagsins er á móti ÍBV í Eyjum. Reyndar er ekkert útséð með hann útaf veðri en maður verður bara að undirbúa sig eins og hann verði á morgun þangað til annað kemur í ljós. Við leikmenn tókum léttan fund í dag með stjórn og þjálfara og er mikill samhugur í mönnum og við ákveðnir að tryggja sætið eða fara langt með það á morgun. Við höfum spilað vel í æfingaleiknum og á æfingum þannig að menn hafa sjaldan verið betur búnir í svona slag en akkurat núna. Eyjapeyjarnir verða að vinna til að eiga séns á því að ná okkur og koma því til með að selja sig dýrt. Mætum því hressir uppá völl í fyrramálið ákveðnir í að ná í þessi 3 stig á morgun þvi að við eigum vissulega að geta það. 

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband