Eitt af því sem mér finnst gaman að gera er að spá í veðrið. Ætli það sé ekki bara alið upp í manni á netaverkstæðinu með öllum sjóurunum að spá í veðrið, hvort að það verði bræla þennan dag eða ekki. Þetta áhugamál hefur fylgt manni í gegnum árin en hefur færst úr því að spá í hvort það verði róið í það að spá í hvort það verði leikur.
Núna eru tveir dagar í leik útí Eyjum og útlitið ekki bjart með veðrið. Eins og sést hér spáir veðurstofa íslands stormi kl 12.00 í Vestmannaeyjum og get ég ekki með nokkru móti séð að það verði spilað á laugardag. Á sunnudag verður hins vegar mun skaplegra veður eins og sést hérna og því mun gáfulegra að spila leikinn þá.
Segjum að leikurinn verði á sunnudag en þá skapast nýtt vandamál og það er að við eigum inni frestaðan leik við Fjölni og er hann settur á þriðjudag. Það yrði því alltof stuttur tími á milli leikja og þá þyrfti að fara að færa þann leik til.
Leikjum á íslandi er yfirleitt ekki frestað vegna veðurs nema að það sé ekki flugfært. Mér finnst það oft á tíðum algjör vitleysa því að það segir sig sjálft að það hefur ekki nokkur maður gaman að því að spila hvað þá horfa á fótbolta ef að það væri stormur eins og hann spáir á laugardag.
Óli Stormur
Flokkur: Íþróttir | 13.9.2007 | 09:48 (breytt kl. 11:19) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
349 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Koma svo vinna þessa eyjapeyja og tryggja sig upp Áfram Grindó
blog.central.is/fotboltafikill (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:16
hahahaha Óli Stormur !
harpaflovents (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.