Ósanngjarnt tap

Við spiluðum í gær við mjög sterkt lið Blika. Þeir hafa að mínu mati á einu allra skemmtilegasta liðið landsins að tefla. Við hins vegar spiluðum mjög vel og leikurinn endaði 2-3 fyrir þá en ekki var það nú sanngjarnt. Þeir stilltu sínu sterkasta liði upp en við spiliðum þá á köflum sundur og saman sem verður bara að teljast nokkuð gott. Þar sem mér líkar afskaplega vel við Óla Kristjáns þjálfara þeirra ákvað ég að gefa þeim eitt stk mark með því að detta gjörsamlega með boltann þannig að sóknarmaður þeirra komst í gegn og átti ekki í vandræðum með að skora framhjá Denna í markinu sem stóð sig mjög vel í leiknum. Svo fengum við held ég fjórum sinnum maður á móti markmanni sem verður að fara að nýtast betur. Númi skorðaði svo úr fimmta skiptinu sem við komumst maður á móti markmanni. Undra Steinn átti síðan tilþrif leiksins þegar hann hamraði boltann viðstöðulaust í netið. Þeir skoruðu svo 2 mörk á síðustu mínutum leiksins og unnu. Við spiluðum eins og áður sagði mjög vel og sagði Óli Kristjáns að hann væri mjög hrifinn af þessu liði okkar. 

Liðið byrjaði þannig að Denni var í marki-Ray Oli St Eysteinn og Marinko voru í vörn. Ivan Zkela Gummi B Palli og Paul voru á miðjunni svo voru Ivan Fhirer og Númi frammi. Í seinni hálfleik komu síðan Orri-Undra Steinn-Jói H- Scotty-Þorfinnur inná.

Helgi Már farð faðir í nótt kl 00.05. Hann og Írís ólu af sér dreng sem var 18mekur og 54cm. Við óskum þeim til hamingju með það. 

 

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi hefur verið að vanda sig fyrst hann fékk dreng í fyrstu tilraun, er það ekki Ray?

sjö-an (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:56

2 identicon

vantar greynilega einhvad uppá formið hja helga er það ekki ray??

andri steinn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:00

3 identicon

ray segðu óla löggu söguna bara þá hættir hann

andri steinn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:01

4 identicon

Helgi hefur greinilega verið frá æfingar í vetur, en allt í lagi að fá silfur. Til haminju með Strááákiiiiinn (hann er svo langur) Helgi og Íris. 18 merkur??? er það ekki sem Mike bróðir er núna

Ray (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:15

5 identicon

Andri ég var að sýna Óla mynbandið þegar ég spurði löggurnar tvær... hann skilur þetta núna. Hann lofar að leggja sig fram næst og ætlar skilst mér að fá Gillz til að hjálpa sér að komast í form!

Ray (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:19

6 identicon

Amma hans Orra sagði honum að ef að konan fengi það þá kæmi strákur nú ef konan fær það ekki þá er það stelpa. Helgi erum við ekki sammála þessu bara;)

sjö-an (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband