Grindavík-Breiðablik

Í Kvöld er leikur hjá 23ára liði okkar við Breiðablik. Jankó ætlar að tefla fram blönduðu liði þannig að allir koma til með að spila eitthvað. Leikurinn byrjar kl 18.00 og er í þetta sinna alveg örugglega í Grindavík.

Við fórum vel heppnaða bústaðaferð um helgina og spiluðum Mfl grindavík open golfmót. Skipt var í 4 holl og fór þetta þannig fyrir sig að vanur golfari var dreginn með óvönum. Til að auka gleðina sem var að sjálfsögðu aðalmálið í þessari ferð þá ákvað mitt holl að skíra sig nöfnum frægra golfara, t.d var ég Colin Mongomerie og þá máttu hinir í hollinu ekki kalla mig Óla. Þeir sem klikkuðu þurftu að taka 10 armbeygur. Menn klikkuðu mismikið á þessu og þurfti Andri Steinn t.d að taka um 300 armbeygjur á 9 holum. Á 8.holu þegar ég og Þorfinnur vorum með forustu í mótinu varð ég fyrir því óláni að vera skotinn niður. Rúrik Hreinsson sem var gestaspilari skaut þá í mig af um 150 metra færi. Kúlan fór beint í bakið á mér og fór svona 30 metra til baka. Þeir kölluðu allir FOR eins og gert er en það sem ég klikkaði á var að þeir kolluðu alltaf FOR Monty sem var mitt gælunafn. Ég gat ekki haldið leik áfram en mér skilst að það sé ekki alveg ljóst hver vann því talningin var hálf dularfull hjá sumum.

Mjög góð helgi að baki og ég legg til að við gerum svona ferð að árlegum viðburði.

 

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, skuldarðu þá ekki 10 armbeygjur fyrir að svara ekki "gælunafninu"?

Eysteinn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband