Sumarbústaða ferð

Um helgina verður farin sumarbústaðarferð í Borgir í Grímsnesinu. Planið er að mæta ekki seinna en kl 12.00 á laugardag í léttan hádegisverð. Dregið verður í holl í golfið eftir matinn. Klukkan 13.30 er síðan tee-off í Mfl Grindavík open í Kiðaberginu.

Verð í bústaðinn verður um 3000 á mann en við vitum ekki hvað kostar í golfið, það er verið að vinna í því að fá sportprís á völlinn. Menn verða að taka með sér sæng eða svefnpoka og þið sem eigið dýnu endilega kippið henni með. Svo má ekki gleyma einhverju á grillið, einn tvo bjóra og nátturlega góða skapið (Orri). 

Í kvöld hófst 18.umferð með fjórum leikjum. Þróttararnir jöfnuðu á 93.mín 2-2 á móti Þór. Þar með eru þeir þremur stigum á undan okkur með markatöluna 41-19 á meðan okkar markatala er 35-16. Þeir eru semsagt með 3 mörk í plús á okkur. Við förum til Eyja næst og spilum við ÍBV sem vann Njarðvík 1-3. Nú verðum við bara að vinna eyjapeyjana og tryggja okkur upp um leið og við setjum pressuna á Þrótt fyrir síðustu umferðirnar.

Óli Stefán 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband