Frestaður leikur

Leiknum við Fjölni sem átti að fara fram núna á fimmtudag hefur verið frestað til 18.sept en honum var frestað vegna þess að markmaður þeirra var valinn í u21árs landsliðið.  Þetta kemur sér ekki vel fyrir okkur því það hefði verið fínt að spila fljótlega eftir Þróttara leikinn og ná honum úr sér með sigri. Einnig væri fínt að spila við Fjölni akkurat núna þar sem þeir eru enn í sigurvímu og vel lúnir eftir frábæran sigur á Fylki. 

Við notum tækifærið og óskum þeim til hamingju með það að vera komnir í úrslitaleikinn. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan við fórum í úrslit á móti KR 1994, þar sem Gunni áttir stangarskotið fræga, sem lið úr b deild fer í úrslit. Sýnir þetta kannski það að það er ekki svo mikill munur á efstu liðum í okkar deild á liðum um miðja deild í efstu deild?

Mér skilst að við eigum æfingaleik við Fylki í staðinn fyrir Fjölnisleikinn í Grindavík á föstudag. Ég er ekki með tímann á leiknum eins og er en kem betur að þessum leik síðar.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óli þú ert  fræabær penni.....

villz (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 12:32

2 identicon

Verð að leiðretta þig aðeins óli minn en KA fór í úrslitaleikinn 2001 held ég alveg örugglega og þá vorum við í B-deild

joi (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 15:58

3 identicon

Jói, í lýsingunni og í fréttum í gær höfðu menn orð á því að þetta væri í fyrsta sinn í 13 ár sem lið úr neðri deild færi í úrslit bikarsins, ég man þó að ka fór í úrslitinn, Júlíus Tryggvason lék þá með ka og er ég nokkuð viss um að það hafi verið 2002, en þá voruð þið komnir upp.

Nonni (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:23

4 identicon

Nei það var 2001 og við vorum í fyrstu deild!!! töpuðum í vítaspyrnukeppni á móti fylki. 2002 þá töpuðum við í undanúrslitum á móti fylki.

jói (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:04

5 identicon

Jæja, ég biðst afsökunnar á þessum fleipum mínum, minnið hjá kempunni er greinilega bara að samræmast við aldur líkamans:)

Nonni (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband