Mfl Grindavík open

Jæja þá er maður aðeins búinn að jafna sig á áfallinu í gær. En ekki meira um þann leik. Nú er líklegt að leiknum á móti Fjölni verði frestað vegna þess að markmaður þeirra var vallinn í u21 landsliðið. Að öllum líkindum verður næsti leikur okkar því eftir 2 vikur á móti ÍBV í eyjum. 

Ég er búinn að ræða við þjálfara og stjórn um golfferð næstu helgi. Planið er að fá bústað nálægt golfvelli og taka létta liðskeppni á laugardag og einstaklingsmót á sunnudag. Mér finnst þetta mikilvægt til að þjappa okkur saman fyrir endasprettinn. Stefnan er að á þriðjudag verði búið að ákveða nákvæmlega hvert verður farið og ég vil að menn skrái sig bara hér. Skiptir engu þó að menn spili ekki golf því að golfið er ekki aðalmálið í ferðinni. Hér sjáið þið mig á mótinu í fyrra 

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klár

Gummi Bj (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:23

2 identicon

Ég er með

Palli (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:57

3 identicon

Ég er game! Spurning um að menn segji forgjöfina til að hafa það á hreinu, ég er allaveganna með 36!!!!!!!

jói (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:16

4 identicon

Heyrðu drengur það er alls óvíst að þú fáir að taka þátt í mótinu vegna stórfells forgjafarsvindls í sumar. Þú ert á svörtum lista í golfsambandinu. Ég verð að sjálfsögðu með og þá erum við komnir 4

sj (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:24

5 identicon

áfram óli

andri (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:19

6 identicon

eg er með.....

villi bró (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:35

7 identicon

Er að þrífa settið

Ray (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:18

8 identicon

ég var nú búinn að skrá mig en é geri það bara aftur, ég verð með, mæti með ping settið kannski?

þorfinnur (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband