Á toppinn á ný

Það er miklu skemmtilegra að vera á toppnum og ég held að það sé ekki spurning að við komum til að gera allt til að halda því það sem eftir er.

Leikurinn í gær var vel leikinn af okkar hálfu og erum við Jankó sammála um að þetta sé einn best spilaði leikur okkar í sumar. Hins vegar verðum við að klára sóknir okkar betur en það hefur reynst okkur dýrkeypt að nýta færin ekki betur. .

Næst er það Þór Ak á heimavelli og öll okkar einbeitning fer nú  í þann leik. Þór vann Fjarðabyggð í dag á heimavelli sem er nokkuð sem okkur tókst ekki fyrr í sumar þannig að þetta verður án nokkrurs vafa hörku leikur.

Við Andri Steinn fórum á völlinn í dag að horfa á Fjölni spila við KA. Þarna mættust þau lið sem hafa unnið okkur í sumar og fór það þannig að Fjölnir vann mjög slaka KA menn 4-0. Það var skrítið að sjá KA spila því þetta var langt frá því að vera sama lið og spilað á móti okkur fyrir þremur vikum en liðin í þessari deild virðast leggja gjörsamlega allt í leiki á móti okkur svo horfir maður uppá þessi lið bjóða uppá svona spilamennsku í næsta leik. Frekar furðulegt

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband