Undirbúningur fyrir leik

Á leikdegi undirbúa menn sig misjafnlega fyrir leik. Sumir vilja sofa fram eftir öllu og liggja bara fyrir fram ađ leik. Ađrir vilja vakna snemma og helst vinna fram ađ leik. Menn borđa líka misjafnlega og á öllum tímum dags. Ég hef meira ađ segja heyrt um leikmann sem verđur ađ lúlla hjá konunni rétt fyrr mćtingu. Sitt sýnist hverjum í ţessu eins og öllu öđru.

Minn fullkomni undirbúningur fyrir leik er hins vegar á ţennan veg.

Ég vil helst vinna fram ađ hádegi og borđa vel strax eftir vinnu. Ţegar heim er komiđ legg ég mig í svona einn og hálfan tíma. Vakna um 14.30 og skelli mér í kalda sturtu.

Frá 15.00 til 16.00 fer ég í sófann og horfi á gamlan leik međ Grindavík og verđ ég ađ hafa spilađ vel í ţeim leik og helst skorađ (ekki erfitt ađ finna svoleiđis leik ţar sem mađur á tugi marka í efstu deild).

 Uppúr 16.00 skelli eg mér á Nings og fć mér núđlurétt númer 68 á matseđlinum og hrísgrjón plús kalt vatn međ.

Eftir matinn er klukkan ađ ganga 17.00 og fer ađ líđa ađ mćtingu. Ég fer og klćđi mig í mćtingagallann og set búnađinn í töskuna og legg af stađ suđur (miđađ viđ ađ ég sé ađ spila í Grindavík)

 Á leiđ minni suđur tengi ég handfrálsa búnađinn í símann og hringi í tvo af mestu knattspyrnuspekingum landsins ţá Björn Óskar Andrésson og Rúrik Hreinsson og fer yfir leikinn međ ţeim. Í ţessu samtali er fariđ yfir hvernig ég fagna marki ef ég skora og hversu margar kippur af bjór ég fć fyrir hvert mark.

 Ég er kominn suđur einum og hálfum tíma fyrir leik og ţađ er tími fyrir eina appelsínu og svart kaffi sem ég sötra á međan Jankó fer yfir leikinn. 40 min fyrir leik er ég síđan kominn út á völl í upphitunar rútínu sem ég fer alltaf í.

Svona er minn fullkomni leikdagur. Ég er alls ekki ađ segja ađ ţetta ţađ sé gott fyrir alla ađ fara í ţessa rútínu en eftir 20 ára rannsókn hjá mér ţá er ég búinn ađ komast ađ ţví ađ ţetta hentar mér fullkomnlega.

Óli Stefán


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara búiđ ađ skipta út hakki og spaghetti hjá mömmu fyrir Nings!?

Gangi ykkur vel í kvöld :)

Kv.Helga

Helga Björg Flóventsdóttir (IP-tala skráđ) 17.8.2007 kl. 17:40

2 identicon

Rétt er ţađ frćndi ađ Nings klikkar ekki:)...ţessi rútína skilađi sínu í dag og sáu ţeir grćnklćddu ekki til sólar(nema ţá í bókstaflegri merkingu).

Nonni (IP-tala skráđ) 17.8.2007 kl. 23:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband