Dottnir af toppnum

í bili allavega. Þróttur var að vinna Víking Ó í gær og eru þeir því komnir upp fyrir okkur. Þetta þíðir það að við verðum að vinna þá grænklæddu á föstudag og ekkert helv... mehe með það. Við erum í þessu til að vinna þessa deild og ekkert annað en efsta sæti verður ásættanlegt.

Af okkar hóp er það að frétta að framherjar okkar eru meiddir en Númi og Andri Steinn meiddust aðeins í síðasta leik og verða því væntanlega ekki með. Fyrst við erum í sentera vandræðum þá er spurning hvort að gamli fari ekki bara á toppinn og fái að glíma við GAMLA hjá Njarðvík en Gestur Gylfa er að spila hafsentinn hjá þeim.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það eruð þið Gestur jafn GAMLIR í ykkar liðum !!!

Kveðja frá þeirri GÖMLU 

P.s. Gangi ykkur vel á morgun

PRÓ (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 16:58

2 identicon

Hvernig er það, er ekki spurning um að henda einum brúnkuklút í andlitið á sér svo þú eigir einhvern séns í Gessa?

vinir óla abc (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:20

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Óli ég næ vonandi að smella mér á leikinn,og vonandi nær Alli vinur minn að setja inn eins 1 til 2 stykki bolta inn hjá ykkur.Okkur vantar stigin 3 til að festa okkur í sessi og ég vil alltaf sigur hér heima í Reykjanesbæ enda ljúft að búa hér.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.8.2007 kl. 06:42

4 identicon

Ég á ennþá 6 ár til að ná Gessa gamla. Spurning hvort maður hendi ekki Hawian Tan á sig því það vakti svo mikla lukku á móti Fram í gamla daga. Ég skal hundur heita ef Alli skorar hjá okkur í kvöld. Þetta verður samt hörku leikur og þegar í þessa leiki er komið þá skiptir ekki máli hvar í töflunni liðin eru.

sjö-an (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband