Mikið hlakkar manni til þessa leiks. Þetta er einn af þeim stöðum sem maður hefur bara ekki komið á í tugi ára. Ég spilaði þarna í 4.flokki og man ennþá eftir þeim leik því að ég spilaði á hægri kanti og línuvörðurinn þeim meginn var frekar leiðinlegur. Hann var alltaf að gera grín af mér og hló alltaf þegar að ég missti boltann. Ekki man ég úrslitin en eftir þessu man ég vel. Ég á nú samt ekki von á því að hann verði á línunni á morgun þannig að þetta verður í lagi.
Víkingur er lið sem maður fílar því að þeir gera sér alveg grein fyrir eigin getu og gera mjög vel það sem þeir eru góðir í, að verjast. Áhorfendur þeirra setja einnig mikinn svip á leiki hjá þeim og það heyrðist mjög vel í þeim 10 sem mættu í Grindavík þannig að búast má við miklum látum á morgun. Ég vil sjá okkar fólk í brekkunni og láta í sér heyra. Við hlustum ekki á afsakanir eins og að þið hafið ekki ratað þangað því hér fylgir kort alla leið í Ólafsvík
Af okkur er það annars að frétta að allir eru heilir utan Guðmundar sem er frá í viku. Við erum hins vegar í sárum eftir síðasta leik og ætlum okkur að bæta það upp á morgun. Ég er líka búinn að lofa því að vera ekkert að storka örlögunum með því að vera að skipta um vallarhelming þannig það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að klára þennan leik og koma heim með 3 stig.
Óli Stefán
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
250 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.