Hlutkesti

Í byrjun leikja þegar búið er að heilsa mótherjum og dómurumPlayers toss up before game fara fyrirliðar í það að reyna að vinna hlutkesti. Ef maður vinnur það þá fær maður að velja hvorn helming vallarins maður vill byrja á. Menn spá mikið í því fyrir leiki hvernig vindur er og hvort að hann muni lægja með kvöldinu o.s.frv. Ég hef þrisvar unnið hlutkestið í sumar og öll skiptin höfum við tapað stigum, á móti Fjölni, Fjarðabyggð og KA þannig að pælingin er sú að sleppa því bara að reyna að vinna hlutkestið og gefa mótherjum bara valið. Ætli það sé löglegt? Væri gaman að prufa þetta og athuga viðbrögð dómarans því ég er ekki viss um að þeir viti það.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband