KA leikurinn

Við spilum við KA í Grindavík á morgun kl 20.00. Ég veit það að KA er með hörkulið og þeir koma til með að berjast út í rauðan dauðann á morgun eins og öll lið virðast gera þegar þau mæta á okkar kæra völl. Ég var að vissu leyti hundfúll með síðasta leik á móti Leikni því þar áttu allir leikmenn okkar nóg inni og það fer í mínar fínustu taugar þegar menn eru að spara sig. Liðin í 3.- 6 sæti töpuðu öll stigum í kvöld þannig að það er kjörið tækifæri að taka risa skref í áttina að Landsbankadeildinni á morgun með sigri. Þróttur vann sinn leik og eru þeir aðeins einu stigi á eftir okkur. Ég vil að við spilum okkar besta leik á morgun, löndum þremur stigum og fögnum þeim svo um helgina með því að......... fara í golf.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hemmi (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband