Mark Bjarna Guðjónssonar á móti Keflavík hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Umræðan hefur að mestu verið neikvæð enda mjög leiðinlegt atvik og ekki mikið um fair play. Hins vegar gerðist nokkuð í leik okkar við Fjarðabyggð á sunnudag sem mér finnst að menn ættu aðeins að spá í líka. Atvik þetta gerist seint í leiknum þegar hægri bakvörður Fjarðabyggðar, Andri Þór Magnússon kemst á móti Jobba og ætlar að gefa fyrir. Það vildi ekki betur en svo að boltinn fór í mjög svo viðkvæman stað á Jobba sem steinlá eftir. Boltinn hrökk síðan fyrir fætur Andra sem komst inní teiginn algjörlega einn en í stað þess að klára sóknina lítur hann á Jobba stoppar boltann og leggur hann síðan í innkast. Ég er svo ánægður með svona framkomu og ljóst að þarna var Andri að sýna ekta fair play og á allt mitt hrós skilð.
Óli Stefán
Flokkur: Íþróttir | 17.7.2007 | 19:08 (breytt kl. 19:10) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
var það ekki Ingi þór??
Steini (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:41
Getur verið að þetta hafi verið Ingi en þar sem Andri er náskyldur mér þá varð ég að koma honum á framfarir;) En það væri í alvöru gaman að vita hvaða leikmaður þetta var.
Sjö-an (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 00:26
ingi heitir hann
andri steinn (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:06
-46 mín Jósef fær boltan á viðkvæman stað og Ingi Þór Þorsteinsson sýnir mjög prúðmannlegan leik með að sparka boltanum strax út af þó að Fjarðabyggð væri komin í ágætis stöðu langt inn á vallarhelming Grindavíkur
... (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.