Ömurlegt

Það vekur vægast sagt furðu mína að dómarar, eftirlitsdómarar og aganefnd KSI hafi ekkert séð neitt athugavert við leik ÍA og Keflavíkur í síðustu viku . Ég telst nú vera orðinn gamall í hettunni og lifað tímana tvenna en ég man ekki eftir annari eins uppákomu í og eftir þennan umrædda leik, ömurlegt.

Það sem mér finnst ömurlegast við þetta allt saman var að fyrir þremur árum síðan sá KSÍ sig neydda til að dæma Orra Hjaltalín í eins leiks bann og sekt fyrir eitthvað sem hann skrifaði í gríni inn á bloggið sitt. Þarna var Orri að fara langt yfir strikið að þeirra mati en uppákoman í og eftir þennan  umrædda leik var bara fullkomnlega eðlileg.

Í sambandi við þetta þegar Bjarni Guðjóns skoraði þá var það nátturlega ömurlegt en ég held samt að hann hafi ekki ætlað að skora. Mér finnst samt ömurlegt að spyrna boltanum aftur fyrir endamörk þegar Keflavík gaf innkast hinu megin á vellinum.

Mér fannst líka ömurlegt þegar Gísli markmaður þeirra Skagamanna fékk rautt fyrir að setja öxlina í leikmann Keflavíkur þá var bara eins og að Keflvíkingurinn hefði verið skotinn af mjög stuttu færi, slík voru viðbrögðin.

Paul fékk ekkert ósvipað rautt spjald á móti Reyni. Ég ætla ekkert að afsaka Paul neitt en mér finnst samt að það eigi að taka á þessum körlum sem vísvitandi eru að hafa áhrif á dómarann með því að kasta sér með látum í grasið án þess að það sé nokkuð að, það er barasta alveg hreint skelfilega ÖMURLEGT  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég svakalega sammála þessum pistli.  þetta er ksi til háttborinnar skammar, stinga hausnum í sandinn í staðinn fyrir að refsa þeim sem áttu hlut í máli.  gaman væri líka að vita hvort ksí hafi fylgt þessum fordæmisgefandi dómi hjá orra með bloggsíðuskrif og séu að skoða heimasíður leikmanna og athuga hvað þeir eru að skrifa eða er það bara nóg að senda inn smá frétt í dv og fá menn dæmda í leikbann.

bláu skórnir (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband