Leikjaálag

Þegar við spiluðum við Reyni á fimmtudaginn síðasta var það 6.leikur okkar á 13 dögum. Þó að við höfum byrjað með stóran hóp þá hefur fækkað í honum jafnt og þétt og við svona leikjaálag þá verður auðvitað meiri hætta á meiðslum en við höfum heldur betur fengið okkar skammt af þeim. Sem betur fer fórum við samt stórslysalaust í gegnum þetta tímabil og erum við núna í 10 daga fríi útaf bikarumferðinni. Þetta frí er vel nýtt því að Jankó gaf mönnum 3 daga helgafrí og við sem eigum við smávægileg meiðsl að stríða getum níðst á meistara Srecko. Liðin sem eru í næstu fjórum sætum á eftir okkur komust öll áfram í bikarnum þannig að ekkert þeirra nær eins góðri hvíld og við. Þetta getur að mínu mati verið lykilinn af því að komast upp því að næstu tveir leikir eru við lið í öðru og fimmta sæti,Fjarðarbyggð og Stjörnuna, heima. Grindavík hefur ekki tapað á heimavelli síðan 26. júlí 2005 og við erum ekkert að fara að taka upp á því núna. Reyndar bárust okkur samt leiðinlegar fréttir í dag því Micael Jónsson sem spilaði svo frábærlega í fyrstu leikjunum verður ekki meira með á þessu tímabili því hann var að fá það á hreint að hann þarf aðgerð útaf slitnu krossbandi. Við félagarnir óskum Mike góðs bata og vonum að hann komi sterkari til baka.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitt að heyra þær fréttirnar af Mike, enda drengur góður þar á ferð, og eins og þú sagðir réttilega, loksins að blómstra almennilega.

Kemur sterkur inn á næsta ári. 

Eysteinn (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband