Þetta er bara gaman

Það er sko ekki leiðinlegt að vera Grindvíkingur í dag skal ég segja ykkur. Við komum okkur í frekar þægilega stöðu með sigri á grönnum okkar úr Sandgerði. Ég ætla svosem ekkert að fara í leikinn neitt frekar en samt að minnast á þann karakter og samheldni sem einkennir okkar lið í dag. Eftir að Paul karlinn fékk rautt þá í stað þess að gefast upp þá bættu menn við og vorum í raun mikið betri einum færri. Sandgerðingar fá rós í hnappagatið frá okkur fyrir frábæra aðstöðu og umgjörð í kringum leikinn. Stuðningsmenn þeirra eru til fyrirmyndar og ég hef fulla trú á því að þeir eigi eftir að festa sig í sessi sem alvöru fyrstu deildarlið. Það var einnig gaman að því að sjá svona marga Grindvíkinga á leiknum og ég held að það sé að myndast mikil og góð stemmning í bænum. Ég get svo svarið það að þetta er farið að líta það vel út hjá okkur að Raggi Ragg skellti brosi á inní klefa og var bara þræl jákvæður.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband