Hvað er að frétta?

Í haust þegar við féllum varð fljótlega nokkuð ljóst að nokkrir leikmenn myndu yfirgefa skútuna. Flestir fóru þeir í úrvaldsdeildina til að sigra heiminn. Nú er deildin þar nánast hálfnuð og menn að standa sig misvel

Óðinn Árnason varnarmaðurinn sterki og fyrirliðið í fyrra fór í Fram. Hann festi sig strax í sessi og var að spila hafsent í vetur. Þegar Íslandsmótið byrjaði var hann færður í hægri bakvörð. Óðinn skoraði strax í sínum fyrsta leik, nokkuð sem pjakkurinn gerði ekki hjá okkur í 4 ár. Það sem ég hef séð og lesið um Óðinn þá viðist hann vera standa sig vel. Á spjallinu þeirra var jafnvel talað um að hann hafi verið þeirra jafnbesti maður í sumar.

David Hannah hafsentinn á móti Óðni fór í Fylki. Ég vil meina að hann hafi valið Fylki því að búningurinn þeirra er eins og Dundee United búningurinn en þar spilaði hann lengst um. David er búinn að spila vel og eru menn þar í skýunum með þessi kaup enda er hann hörku leikmaður og mikill leiðtogi.

Kristján Valdimarsson hægri bakvörður fór aftur heim í Árbæinn og er núna að spila hafsent með David. Stjáni er þar að koma mönnum verulega á óvart því hann er búinn að slá út menn eins og Val Fannar og Guðna Rúnar þannig að hann er heldur betur að standa sig. Reyndar var undirritaður að benda honum á það síðasta sumar að reyna að prufa hafsent þannig að það kemur mér ekki á óvart að hann sé að spila þar núna.

Óskar Örn Hauksson varð í haust einn eftirsóttasti leikmaður landsins þannig að það kom svosem ekkert á óvart að hann færi. Óskar valdi á endanum KR en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og er bara þræl óánægður enda góðu vanur hér í Grindó. Vonandi fer að birta til hjá honum því við vitum það allavega hér að Óskar er frábær leikmaður

Jóhann Þórhallsson sem skoraði 10 mörk fyrir okkur fór einnig í KR. Jói hefur heldur ekki náð að festa sig hjá KR og þarf að sitja löngum stundum á bekknum. Mér hreinlega finnst það skjóta skökku við að vera með svona marka maskínu á bekknum á meðan KR er ekki að skora mörk.

Jóhann Helgason fór í Val en var alltaf hikandi. Hann spilaði töluvert í vetur en datt síðan aftar í gogguna röðina hjá þeim þegar mótið nálgaðist. Jói var fljótur að sjá af sér og fór fram á það að vera lánaður til okkar. Eftir að hafa þurft smá tíma til að endurheimta sjálfstraustið hefur hann farið á kostum hvort sem er á miðjunni eða á kantinum. Jói skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Þór úti sem voru utan af velli og það síðara hugsanlega mark ársins.

Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum. Við erum allir í góðu sambandi við þessa drengi og sjást þeir oftar en ekki á leikjum hjá okkur núna í sumar.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að frétta af Allister MacMillan??

eyjobro (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 12:29

2 identicon

Þar sem þið eruð með Óðinn þarna í umræðunni að þá eignaðist hann frumburðinn í morgun.  Minnir að það hafi verið stelpa sem þau fengu í morgun kl 8. 

Hann reyndi eftir fremsta megni að fá rautt í leiknum á móti KR þar sem Erna Rún var komin með hríðir í byrjun seinni hálfleiks! 

Stórleikur svo í kvöld og bráðnauðsynlegt að hirða 3 stig þarna og koma okkur aðeins frá spennupakka um efstu sætin.  Við ætlum að sigra þessa deild með stæl og stefnum á 1. sætið og ekkert annað!

Hammerinn (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 13:42

3 identicon

er jói helga ekki búinn ad sofa hjá hálfum bænum það fara sögur af því?

kvk (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 16:53

4 identicon

Andri haltu kjafti!!!

Magga (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband