Jæja þá er komið að Hammernum að sýna á sér hina hliðina. Það stendur ekki á svörunum hjá karlinum og það eru svör á tveimur spuningum sem koma held ég engum á óvart en það eru svörin við því hvað hann eldaði síðast og uppáhalds drykkur.
Fullt nafn: Gunnar Már Gunnarsson
Gælunafn: Ætli það sé ekki Hammerinn
Aldur: 34 ára
Giftur/sambúð: Ég er í sambúð með Siggu Hammer, barnabarni Gerðu Hammer og Sigurðs Ólafssonar heitins.
Börn: Ég á 3 börn sem vitað er um. Elst er Súsanna Margrét fædd 1996, næstur kemur Dagur Ingi fæddur árið 2000 og svo kom hún Tinna Björg í fyrra.
Hvað eldaðir þú síðast? Það var kalkúnn á sunnudaginn síðasta með La Gorme fyllingu sem er krydduð m.a. með Le Fleur og Belladonne kryddi frá Suður Ameríku. Nei veistu það að ég gersamlega fraus við þessa spurningu, það var nú sennilega bara samloka með skinku og osti í örbylgjunni.
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Ég er hrifinn af skinku, osti og sveppum þessa dagana.
Hvernig gemsa áttu? Nokia
Uppáhaldssjónvarpsefni? Mér finnst uppáhaldsþættirnir hans Hjalla góðir, 24 og Shield. Svo þar sem ég er svo mikill dansari sjálfur að þá er "So you think you can dance" nokk góður!!
Besta bíómyndin? The Cellar Man
Hvaða tónlist hlustar þú á? Sennilega allt nema þungarokk.
Uppáhaldsútvarpsstöð? Bylgjan (bara fyrir Bjarka ;o))
Uppáhaldsdrykkur? Ég veit hvað sumir vilja sjá hérna en vatnið okkar er það besta sem ég fæ en jú....kaldur Viking er asskoti góður!
Uppáhaldsvefsíða ? http://www.sjova.is/ og http://www.landsbanki.is/ hmmm..!
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Já ég verð að segja það. Ef einn kaldur dugar ekki fyrir marki þá verð ég að drekka annann. En ef einn dugar þá skálum við með öðrum og koll af kolli!
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að sigra hann. Þoli ekki að tapa!
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Man Utd.
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Kenny Dalglish og Ian Rush
Erfiðasti andstæðingur? Bjarki Rooney Guðmundsson
EKKI erfiðasti andstæðingur? Ingvar Guðjónsson
Besti samherjinn? Guðjón Ásmundsson
Sætasti sigurinn? Að vinna Stjörnuna í í undanúrslitum bikarsins 1994 í vítasp. keppni. Haukur Braga snillingur var þá búinn að verja vítaspyrnu í framlengingunni. Annars voru leikirnir við FH og ÍBV í bikarnum þarna sama ár mjög sætir, líka í unnir í vítasp.keppni.
Mestu vonbrigði? Að setja'nn ekki í hörkuskotinu mínu í bikarúrslitunum á Laugardagsvellinum 1994 sem endaði í stönginni.
Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Er og verður alltaf Kenny vinnur minn Dalglish.
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Það er Eiður Smári.
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Dagur Ingi Hammer að sjálfsögðu.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Það hlýtur bara að vera Gummi Bjarna, þvílíkan þokka sem maðurinn ber.
Fallegasta knattspyrnukonan? Elín Anna Steinarsdóttir
Grófasti leikmaður deildarinnar? ORRI!!
Besti íþróttafréttamaðurinn? Arnar Björnsson
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Gaupi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Dragan
Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki svo ég muni eftir og ég væri sennilega búinn að blokkera það út ef það hefði gerst.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var þarna einu sinni 1994 á móti KR.....;o))....neinei kem ekki með þessa sögu. Ég á bara enga góða sögu handa ykkur, minn fótboltaferill hefur greinilega verið hundleiðinlegur!
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei það geri ég ekki
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Ég hreinlega man það bara ekki. Það hefur sennilega verið með vini mínum Bjarna Jóh 1992.
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Virkilega flott síða hjá þeim.
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Daglega
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Þegar leikmaður fær rautt fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna er dæmd. Mér finnst það gróft, á bara að vera gult á leikmanninn.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Ingvar Guðjónsson
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hlaupa án bolta
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ætli það sé ekki Gauji Einars, vallarstjóri á Húsatóftum.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Það er klárlega smábæjarsálin sem stýrir mér í þessu svari og það er að sjálfsögðu Grindavík. Ég get ekki séð að ég muni nokkurn tímann fara héðan.
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Ég er lengi í gang.....það er pínu díselvél í mínum.
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Leifur Köggull Guðjónsson
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist og fylgist ekki...........hvað er íþrótt í dag?
Hver er uppáhalds platan þín? Ég plataði einu sinni Sibba í landsbankanum......það er uppáhaldsplatan mín.
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Í fyrra einhverntímann.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Sundi, agalega fannst mér þetta leiðinlegt og finnst enn!
Ég ætla svo að skora á hann Einar Hannes Harðarson, harðan sjálfstæðismann og stuðningsmann að koma með hina hliðina á sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Hehe. "Platan" klikkar ekki. Góð "plata" þetta.
Eysteinn (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 18:33
Já var það Gunnar Már sem áttir stangarskotið í bikarúrslitaleiknum á móti KR 1994. Ég er búinn að reyna að muna það í mörg ár hver það var. Gunni af hverju hefur þú aldrei minnst á þetta fyrr???????????
sjö-an (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.