Uppáhaldsleikmenn

Ég var spurður að því í viðtali nú á dögunum hvaða leikmönnum mér hafi þótt best að spila með í gegnum tíðina. Reyndar er þetta svolítið ósanngjörn spurning því vissulega koma margir til greina. Ég held samt að það sé hjá öllum leikmönnum, þegar þeir eru að byrja, einhver sem maður lítur meira upp til og hjálpar manni að verða að alvöru leikmanni en aðrir. Ég hef nátturlega spilað með endalaust mörgum snillingum og margið hjálpað manni en einn er það þó sem ég hélt mikið uppá og geri enn þó að hann sé löngu hættur en það er Hjálmar Hallgrímsson. Það var nátturlega snilld fyrir unga púpu að hefja sinn meistaraflokksferil með svona snillingi sem kenndi manni að berjast og það að hata að tapa. Nú ætla ég að skella á smá könnun á ykkur strákar en endilega komið þið með ykkar leikmann, sem þið hélduð uppá þegar þið voruð að byrja og mótaði ykkar feril, hér í athugasemdum.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn annar en þjálfari Þróttar Reykjavík, sem við mætum á föstudaginn, Gunnar Oddsson:)

Eysteinn (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 00:39

2 identicon

Það er erfitt að velja menn útúr í þessu en þeir fyrstu sem koma uppí hugann á manni eru Gutti, Albert Sævars og Jankovic. 

Gunnar Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 10:17

3 identicon

Gunnar Már Másson og Gunnar Oddsson koma upp í hugan

Albert (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:28

4 identicon

daði dervis var flottur og ótrulgt en satt þá held ég ad eg se eini maðurinn a islandi sem hefur spilað með sindra bjarna sem myndi flokka hann lika í þnnan flokk hann var ekki sá vinsælasti hja yngri mönnum liða sem hann var í endalaust tuðandi i manni en var mer kærkominn

andri (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:46

5 identicon

af hverju er engin búin að nefna mig,hvaða rugl er þetta en ég held að eg velji halldór áskells og palla gísla,leikskilningurinn hjá þessum köppum er bara rugl.

orri (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:30

6 identicon

bíbbanum og pétri páls árð 86 ógleymanlegt

viilz (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband