Góður sigur

        Það er seint hægt að segja með góðri samvisku að við höfum átt sigurinn á móti Þór skilinn. Reyndar vorum við ágætir í fyrri hálfleik og skoruðum 2 góð mörk og fengum ágætis hálffæri. Þeir fengu ekki mikið af færum svosem en markið sem þeir skorðuð í fyrri hálfleik var þannig að það var aukaspyrna utan af kanti og Lárus Orri skallaði frá vítateigslínu uppí skeitin fjær algjörlega óverjandi. Í seinni hálfleik duttum við of aftarlega og þeir tóku við stjórninni. Markið lá alltaf í loftinu hjá þeim þó að færin hafi ekki verið opin þá hlaut bara að koma að því að þeir jöfnuðu. Eftir markið bitum við aðeins til baka og á 90. mín fékk Andri Steinn víti og þar sem hann fiskaði það þá vildi hann ekki taka það og Goran var fljótur að ná í boltann og skora af miklu öryggi. Vel gert hjá honum en hann var ný kominn inná sem varamaður. Þór lagði nú allt kapp á að jafna og eftir góða skyndisókn skoraði síðan Goran aftur en hann slapp einn í gegn og kórónaði frábæra innkomu. Við höfum allir spilað betur í sumar en það er gríðalega sterkt að fara norður spila illa og vinna. Næsti leikur okkar er á föstudag við Þrótt í Grindavík. Þróttarar eru á mikilli siglingu og gætu náð okkur ef þeir vinna þannig að þetta verður einn af úrslitaleikjum sumarsins. Við eigum síðan leik við þá 5 dögum síðar auðvitað á útivelli eins og alltaf í bikarnum.

Óli Stebbi   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SVona fyrir þá sem komust ekki á leikinn, hverjir voru að standa sig??? hverjir fengu M

Helgi Már (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband