Mikið í gangi

Það er stutt á milli leikja þessa dagana. Við spiluðum við ÍR í gær í bikarnum og unnum 3-1 með mörkum frá Scotty Ray og Núma. Þetta var kannski ekki besti leikur okkar hingað til en það má segja að við höfum gert nóg til að komast áfram. Á morgun er síðan dregið í 16 liða úrslit og er það nokkið víst að við fáum útileik eins og svo oft áður. Ég held að við höfum ekki fengið heimaleik í bikarnum síðan á móti Fylki 2001. Deildin heldur síðan áfram á föstudag og förum við þá norður að spila við Þórsara. Þetta er leikur sem við verðum að vinna til að koma okkur vel fyrir á toppnum. Þó að stutt sé á milli leikja þá er hópurinn bara það stór hjá okkur að það á ekki að koma að sök. Ég veit um nokkra félaga sem ætla að rúlla norður á leikinn og er það nátturlega bara snilld og sýnir hvað við eigum flotta og dygga stuðningsmenn.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband