Bikarinn

 ibv_4006

Þá er komið að fyrsta bikarleik okkar á þessu ári. Við vorum dregnir gegn ÍR á þeirra heimavelli í Breiðholtinu. ÍRingar hafa verið að spila vel í deild fyrir neðan okkur og eru þeir 3.sæti. Þeir hafa meðal annars unnið Sindra 7-0 þannig að það borgar sig að mæta klár í slaginn. Gamli jaxlinn Ásgeir Elíasson þjálfar þá en hann hefur meðal annars gert Fram margoft að Íslandsmeisturum. Leikurinn byrjar kl 20.00 á Breiðholtsvellinum. Við leikmenn hvetjum alla að mæta og taka þátt í bikarslagnum með okkur þetta árið en eins og Jankó sagði þá er þetta eini möguleiki okkar á evrópukeppni á næsta ári.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband