Hin hliðin á stuðningsmanni Grindavíkur

Já áfram höldum við að skoða hina hliðina á stuðningsmanni Grindavíkur. Þegar Jósissa01[1]n Gauti svaraði spurningum okkar um daginn gleymdi hann að skora á einhvern og fór það svo að hann fékk bróður sinn Sigurbjörn "úraðofan" Dagbjartsson til að sýna á sér hina hliðina. Sigurbjörn er úr hinum gríðarlega sterka 75 árgangi og á hann nokkra leiki að baki í úrvalsdeildinni.

 

 

Fullt nafn: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson                     

 

Gælunafn:    Sibbi

 

Aldur: 31 árs


Giftur/sambúð: Giftur


Börn: 3 dætur, 2 blóð- og ein fósturdóttir.

 

Hvað eldaðir þú síðast? Grillaði, heppnaðist vitaskuld mjög vel enda um ansi slyngan grillara hér að ræða J

 

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, vel kryddað hakk og sveppi.  Annars gerir konan mín bestu pizzurnar og setur auk áður talinna áleggstegunda, skinku, lauk o.fl. á hana , alger snilld!


Hvernig gemsa áttu? Nokia 6eitthvað, hann er með myndavél ef það kveikir á einhverjum bjöllum.......


Uppáhaldssjónvarpsefni? Nú mun Jónsi brósi berja mig, The desperate housewifes!


Besta bíómyndin?  Kannski ég fái annað högg núna, Titanic stendur hreinlega upp úr, get horft á hana aftur og aftur.


Hvaða tónlist hlustar þú á? Ég myndi skilgreina mig sem popprokkara.  U2 hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi, The Police líka.  Þessar sveitir myndu flokkast undir rokk en svo finnst mér BeeGees t.d. alveg frábærir og í gegnum tíðina hefur margt af sveitaballapoppinu fallið vel í kramið hjá mér.  Reyndar var ég að uppgötva Pétur Ben en sumir myndu setja hann í dýpri kantinn í tónlistarlauginni.  Eftir þennan pistil er kannski nær að kalla mig alætu á tónlist.......


Uppáhaldsútvarpsstöð? Rás 2


Uppáhaldsdrykkur? Vatn úr krananum mínum sem búið er að stream-a, sem sagt sódavatn

 

Uppáhaldsvefsíða ? Teamtalk.com

 

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)?  Á þessi spurning líka við um stuðningsmenn??  Ef svo er þá er svarið nei.


Hvernig er best að pirra andstæðinginn?

Í stúkunni þá??  Syngja níðsöngva um þá.  Varð vitni að því á Anfield Road árið 2002 þegar ég sat ásamt 3000 félögum mínum í United og United aðdáendurnir sungu til ca. 45.000 Pool-ara að Pool-arar væru latir og ættu að fá sér vinnu.  Mér sýndist Pool-ararnir taka þessu frekar illa.  Annars er skemmst frá því að segja að United vann þennan leik 2-1 með mörkum frá Diego Forlan J

 

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Liverpool.

 

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Bryan Robson, svo varð það hinn eini sanni David Beckham J


Erfiðasti andstæðingur? MeiðslaGuðinn !


EKKI erfiðasti andstæðingur? Vignir Helga á æfingum, ótrúlega auðvelt að klobba hann J                


Besti samherjinn?
Vignir Helga

 

Sætasti sigurinn? Sigur í skólakeppni Háskólans í Reykjavík árið 2001, ég og mínir menn á 3.árinu fórum úr skólanum sem ótvíræðir sigurvegarar.  Ég man ennþá hve súrir og spældir Robbi og Binni t.d. voru J

 

Mestu vonbrigði? Á ferlinum var það klárlega að meiðast á móti Val á heimavelli árið 1996.  Í stúkunni hlýtur það að vera fallið í fyrra.


Uppáhalds lið í enska boltanum? The red devils.


Uppáhaldsknattspyrnumaður? Christiano Ronaldo


Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Það hlýtur bara að vera Eiður.

 

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Ætli það sé ekki Kolbeinn Sigþórsson.  Af grindvískum myndi ég halda að Jobbi sé fremstur en svo verður fróðlegt að fylgjast með Alex ásamt fleirum auðvitað.


Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Mér hefur alltaf fundist Óli Stefán bera mikinn kynþokka eftir að ég mætti honum í Djúpu lauginni hér forðum.

 

Fallegasta knattspyrnukonan? Fylgist bara hreinlega ekki nógu mikið með kvennaboltanum til að geta svarað hér.

Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég hef heyrt að tæklingin hjá Orra hafi verið nokkuð skrautleg um daginn á móti KA, spurning hvort Orri taki þennan titil bara.


Besti íþróttafréttamaðurinn? Andy Gray


EKKI besti íþróttafréttamaðurinn?       GUÐJÓN GUÐMUNDSSON!!!

 

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég held að Eyþór Atli hljóti að taka þennan titil....


Hefurðu skorað sjálfsmark? Það held ég bara svei mér þá ekki, held ég hafi ekki heldur lagt upp sjálfsmark.....

 

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég myndi held ég ekki ná að klúðra aftur því tækifæri sem ég fékk einu sinni á grasvellinum fyrir neðan stúkuna okkar.  Þetta var leikur á móti GG,  mig minnir í Suðurnesjamóti, boltinn kom rúllandi ca 25 cm frá marklínunni og enginn til að verjast honum en ég náði samt að sópa kvikindinu yfir markið.  Hláturinn í Gumma Jóns, frænda sem stýrði liði GG að mig minnir í þessum leik, er mér enn minnisstæður.....

 

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Ekki lengur.

 

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Fékk séns hjá Kóla þegar við fórum upp árið 1994 í leik á móti ÍR á heimavelli.  Skemmst er frá því að segja að ég nýtti sénsinn vægast sagt illa og var skipt út af í hálfleik fyrir Óla Ingólfs L

 

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Fylgist ekki mjög mikið með þeirri síðu en geri það kannski hér eftir.

Kíkir þú oft á Fótbolti.net?  Vísa í ofangreint svar.

 

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?

Aha!!!  Ég er með tvær reglur og takið nú eftir.

Nr. 1  Leikmaður má ekki skýla boltanum nema hann sé með vald á honum, þ.e. að hann sé búinn að koma við hann.  Óþolandi að mínu mati hvernig leikmaður getur haldið andstæðingi sínum fyrir aftan sig þangað til boltinn er kominn í innkast eða útspark t.d.  Þetta myndi opna leikinn þvílíkt held ég, að leikmaður bara einfaldlega megi ekki skýla boltanum nema hann sé með vald á honum.

Regla nr.2 á meira við í leikjum í efstu deild þar sem mikið er um upptökuvélar.  Reglan er þannig að eftir hvern leik eða 1x í viku t.d. komi saman aganefnd sem fer yfir öll vafaatriði varðandi leikaraskap og ef nefndin dæmir sem svo að leikmaður hafi reynt að blekkja dómara með leikaraskap þá fari leikmaðurinn sjálfkrafa í bann.  Ætli leikmenn myndu ekki hugsa sig um 2x áður en þeir myndu láta sig detta???  Þetta myndi ekki hafa áhrif á sjálfan leikinn, þ.e. að dómarar gætu ekki stuðst við upptökur en þetta myndi hafa áhrif eftir á í mati nefndar.  Þetta myndi útrýma leikaraskap held ég.

 

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Er búinn að sjá U2 í stórkostlegri ferð með "The golden left foot" m.a. og mun vonandi fara aftur með honum, Eiríki bróður, Ellu systur og mökum til Manchester í haust að sjá The Police og taka eins og einn United leik í leiðinni.  Við myndum jafnvel geta reddað okkur miða á kolbikasvörtu á leik með Leeds í 2. deildinni......

 

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Mér fannst alltaf hrútleiðinleg æfing sem Jankó kom með þegar 3 lið voru t.d. inn í ferning og áttu að halda boltnum á milli síns liðs, frekar fúlt þegar liðið manns var með boltann og auðvitað ennþá fúlara þegar maður þurfti að eltast við hann.  Þykist samt vita að æfingin sé góð.  Og auðvitað voru útihlaupin ekki með hátt skemmtanagildi.

 

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Lee Sharpe J

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Fyrir utan Grindavík get ég nefnt Manchester, Aberdeen, Svefneyjar, Grímsey og þjóðhátiðin í Vestamannaeyjum var alltaf skemmtileg J

 

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Fer algerlega eftir tilefninu.

 

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Sem stjórnarmaður, já eða varastjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFG þá nefni ég Pál Axel Vilbergsson.

 

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já heldur betur, hef mest gaman af því að horfa á körfubolta þegar ég er á vellinum hér á Íslandi en það toppar auðvitað ekkert að vera staddur á Old Trafford ásamt 76þúsund manns.

 

Hver er uppáhalds platan þín? Grindavík við elskum þig með Fjölskyldupoppinu......

 

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Útileikurinn á móti Stjörnunni um daginn en svo keypti ég auðvitað árskort af Ingvari frænda og leikurinn á móti Leikni var síðasti leikur sem ég sá.

 

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Copa Mundial

 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla?  Ég var aldrei á heimavelli í þýsku eða dönsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líkaði ekki hæðnistónninn í svarinu með það að fá miða á Leeds leikina.. ARGH! :)

Bogi Rafn Einatsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 23:44

2 identicon

Bogi minn, ég hef oft sagt það og segi það enn, því aldrei er góð vísa of oft kveðin, þú ert æðislegur, ég elska þig ógeðslega mikið og því er ég rosalega mikið sammála þér með hæðnistóninn í svarinu um þar sem Leedsarar eru nefndir. En annars er ég sáttur með svarið um Höstlerinn í liðinu, og þakka ég hér með fyrir nafnbótina Sigurbjörn en finnst ég ekki svo vel að henni kominn því maður heyrir ótrúlegustu hluti innan veggja búningsklefans! Gott viðtal Sibbi, skemmtileg lesning.

eyjobro (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:06

3 identicon

Það er rétt, Sibbi.

Copa Mundial eru einu ALVÖRU fótboltaskórinr sem eftir eru á markaðnum.

Á hvern skorar"Stóri Björn"?

Eysteinn (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 13:41

4 identicon

svo er hægt að sjá stórleik Sibba hér 

sjö-an (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:34

5 identicon

hry comon þótt óli spurji spurninga þurfa ekki allir ad segja að hann se flottastur..farinn ad halda að oli breytti þessu sjálfur,maður leggur allt i það ad lita best ut a velinum alltaf sagt skiftir ekki máli hverning maður spilar ef maður litur vel ut kv eini leikmaðurinn sem hefur verið likt við beckham

afram fjolnir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:41

6 identicon

Andri minn þú ert alveg flottur líka, ég hef heyrt marga segja það

sjö-an (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 01:38

7 identicon

eini leikmaðurinn sem hefur verið líkt við beckham!!! Heyrðu kallinn ég rúlla þér þar, ég á verðlaunapening fyrir að vera Beckham ársins 2003. Það er sko eðal!!!

eyjobro (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband