Palli Guðmunds með G.G. í sigurleik

leikmenn06_pall Gleðigjafinn og öðlingurinn Páll Guðmundsson hefur ákveðið að skipta yfir í 3. deildarlið G.G., þar sem tækifæri þessa útsjónarsama miðjumanns í Grindavíkurliðinu hafa verið af skornum skammti undanfarið.

Hjá G.G. er hann að spila heila alvöruleiki og það er kannski eins gott fyrir knattspyrnuáhugamenn á svæðinu, þar sem hann gerði stórglæsilegt mark í 3:2 sigurleik gegn Kára frá Akranesi á gamla vellinum í gærkvöldi.

Palli stakk sér inn af miðjunni og tók góða sendingu á bringuna, áður en hann vippaði boltanum utanfótar til hægri yfir varnarmann og lagði hann af öryggi í bláhornið vinstra megin frá vítateigslínu.

Þó Palli hafi skipt yfir í Golfklúbbinn kemur hann til með að æfa áfram með okkur í Ungmennafélaginu og fögnum við því auðvitað sérstaklega.

Að lokum sendum við baráttukveðjur til G.G manna og hamingjuóskir vegna góðs sigurs á liði sem var alls ekki fjarri því að fara upp í 2. deild síðastliðið sumar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband