Hin hliðin á stuðningsmanni Grindavíkur

  Við fáum Jón Gauta til að ríða á vaðið í þessum lið okkar. Við reynum svo að vera virkir í þessu og vonum að allir taki jafn vel í þeta og Jón Gauti. Gauti átti ekki í vandræðum með svörin þó að hann hafi aðeins hikað á spurningunni um uppáhalds lið í enska boltanum.

 

Fullt nafn: Jón Gauti Dagbjartsson

 

Gælunafn:The Golden leftfoot, Alveg satt

 

Aldur: 36 og í þéttari kantinum


Giftur/sambúð:Giftur Irmý Rós Þorsteinsdóttur sem er reyndar keflvíkingur,en fanta flott kona,alveg klassi toppur


Börn:Einn Grindjáni, Sigurbjörn Elí 12 og einn keflvíking,Teitur Leon 7

 

Hvað eldaðir þú síðast?Karrý rétt frá mömmu,massa gott

 

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína?pepperoni og grænpipar


Hvernig gemsa áttu?Nokia samloku, öll í steik


Uppáhaldssjónvarpsefni? Air crash investigation, National Geographic


Besta bíómyndin?Alive,ótrúleg mynd


Hvaða tónlist hlustar þú á?Allan fjandann, allt frá Britney beib upp í Godsmack og í þyngri kantinum, U2 alltaf bestir samt.  


Uppáhaldsútvarpsstöð?X-ið þegar hún næst annars rás 2 til 4 á daginn og þá Bylgjan


Uppáhaldsdrykkur?Gin og tonic X mikið

 

Uppáhaldsvefsíða ? Baggalútur

 

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)?Já, fyrir úrslitaleiki í hádegisboltanum,þá set ég í brýrnar og sperri hornin á enninu á mér í stutta stund. Tapa mjög oft þessum leikjum!!!!!


Hvernig er best að pirra andstæðinginn?Með því að klobba hann, hefur einu sinni tekist, skuggalega gaman,gleymi því aldrei!!!!

 

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?Íslenska landsliðinu í handbolta, var einu sinni skallaður á tónleikum með Bonny Tyler í höllinni, það var vont og einhver þarf að svara fyrir það!!!

 

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?Steve Coppel,

Eg var hann oft á skólaplaninu, skoraði grimmt þá!!


Erfiðasti andstæðingur?Haukur Guðberg, var reyndar alltaf með mér í liði en var í marki, mörg töpin þá!!!!


EKKI erfiðasti andstæðingur?Það er eiginlega Haukur líka, skoraði grimmt framhjá honum á æfingum, happy days


Besti samherjinn?Theeeee Black Dave Miller, spilaði með honum út í henni Ameríku, skuggalegur fýr!!

 

Sætasti sigurinn?Þegar við í okkar bekk unnum Æsa bekk í skólmóti eitt árið, ég var svakalegur!!

Mestu vonbrigði?Að hafa ekki fengið sénsinn með aðalliði Grindavikur,,, aldrei!!


Uppáhalds lið í enska boltanum? MAN UTD, væntanlega


Uppáhaldsknattspyrnumaður?Mario Kempes,algjört sjarmatröll!


Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Maður komst svosem ekkert áleiðis í þessu,Ásgeir Sigurvins..

 

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Ég vil nú trúa því að ég sé nú efnilegur ennþá........................


Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Ekki spurning. Súper sjöan á þetta, Óli Stefán.

 

Fallegasta knattspyrnukonan? Sá einu sinni fótbolta fyrir framan tengdamóðir mina, Rúnu Guðjóns úr kefló, fór henni vel, ég segi hún!!


Grófasti leikmaður deildarinnar? Hlýtur að vera Mike, hann er svo sætur eitthvað....algjört rassgat!!!


Besti íþróttafréttamaðurinn? Þorsteinn Gunnars,engin keppni þar.


EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Vil ekki særa neinn, en Janko gæti orðið forvitnilegur í því starfi!!!

 

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Hlýtur að vera Mike, hann er eitthvað svo mikið rassgat


Hefurðu skorað sjálfsmark? Já, þarf ég segja frá þeim öllum....

 

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:Þegar ég var eitthvað um 12 ára var ég einu sinni dekka eitthvað fífl í horni og prumpaði, hann var eitthvað fúll og bað mig að dekka einhvern annann, og ég gerði það!!

 

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei, ég er 36 ára gamall

 

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki?Hverslags bull spurning er þetta, á nudda manni upp úr þessu, ég hef aldrei spilað leik með meistaraflokk, common

 

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Virkilega góður miðill, einn af fáum sem maður treystir

 

Kíkir þú oft á Fótbolti.net?Væntanlega

 

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?Engu, þetta er fínt svona

 

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) The Police

 

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Að reyna að teygja á, vil ekki meiðast!!!

 

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Lee Sharpe

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum?Grindavík,fínt að kíkja annað, en bara í stutta stund í einu

 

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Byrja yfirleitt að hlæja rétt áður en kukkan hringir

 

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Konan mín, þegar hún er í rétta gírnum!!!

 

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já,körfubolta, við tökum dollurnar næst

 

Hver er uppáhalds platan þín? WAR U2, hrein snilld

 

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik?Síðastliðið mánudagskvöld á stjörnuvellinum

 

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Fer eftir hvernig gír ég er í. Ef Rooney gír, þá Nike

 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla?Eðlisfræði, heiftarleg steypa.

 

 

Óli Stefán

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt og gott!

Getur einhver sagt mér hver er summan af níu og átján?

Eysteinn (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:38

2 identicon

jón gauti alltaf flottur :)... ja þessar summu tölur er ekki hægt ad taka þetta út óli nenni ekki alltaf ad leita af reiknivelinni eða að telja á puttunum hvað þetta er mikið

andri steinn (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:48

3 identicon

Hehehehe Góður Andri. Mjög ánægður með svör Jóns Gauta. Eruð þið ekki með tillögur að næstu yfirheyrslu á stuðningsmanni okkar??

Sjö-an (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:25

4 identicon

Ekki spurning um að láta þann sem var síðastur ráða hver er næstur, þannig að meistari jón Gauti skori á einhvern annann.,..

Helgi Már (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband