Þá er loksins komið að því!

Jæja þá er mótið loksins að byrja og menn að verða klárir í action. Stuðningsmenn ætla að hittast á Salthúsinu klukkan 15.00 á morgun sunnudag og fara yfir málin þar. Mér skilst að nafn klúbbsins verði ákveðið og ef menn vilja koma með uppástungur þá verða menn að gera svo vel að mæta. Farið verður yfir texta og lög fyrir mánudaginn.

Af liðinu er það að frétta að Andri Steinn sem meiddist lítilega á móti Val verður að öllum líkindum klár. Aðrir eru 100% þannig að það er skemmtilegt vandamál fyrir Jankó að velja liðið. Við erum með nokkuð stóran hóp sem er algjörlega nauðsynlegt í svona löngu móti. Albert Ara og Ray Jónsson verða í banni og munar heldur betur um minna. Leikurinn við Stjörnuna er mánudagskvöld kl 20.00 og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið að mæta og hjálpa okkur í gegnum þessa hindrun sem Stjörnuliðið vissulega er.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband