Spá 7-1. sæti

7. sæti        KA er spáð þessu sæti. Ég veit svosem lítið um þá annað en að það eru ákveðin kynslóðarskipti hjá þeim. Míló þjálfar þá en hann er serbi eins og Jankó. Við spiluðum við þá í deildarbikarnum og fór sá leikur 2-2 í jöfnum leik.

6. sæti        Þarna fer lið sem ég er hvað spenntastur fyrir. Þjálfari þeirra er Þorvaldur Örlygsson sem er nátturlega löngu búinn að sanna sig sem bæði toppþjálfari og leikmaður. Hjá þeim eru leikmenn sem spilað hafa hjá okkur eins og Jói Ben, Andri Hjörvar og Guðmundur Atli. Ég spilaði með Þrótti Nes árið 1996 og verður þetta í fyrsta skipti sem ég spila við þá síðan.

5. sæti        Ekki er ég endilega viss um að þeir endi þetta neðarlega í sumar. Við byrjum á móti þeim og það verður eins og ég hef sagt áður algjörlega að eiga toppleik til að eiga möguleika á móti þeim. Þetta eru ungir og sprækir strákar og verða pottþétt að berjast um sæti í efstu deild í sumar. Gamli jaxlinn Lárus Guðmundsson er að þjálfa Stjörnuna og hafa þeir spilað glimrandi vel á undirbúningstímabilinu og nú er spurning hvort þeir nái að fylgja því eftir.

4.sæti         Fjölnir kom mjög á óvart í fyrra með flottum leik og nú reynir á að fylgja því eftir. Asmundur Arnarsson er að þjálfa þá og hefur gert ótrúlega hluti þarna. Að undanförnu hafa þeir verið að styrkja sig enn frekar og eru stór nöfn að fara um borð. Andri Steinn er uppalinn hjá þeim og hann bíður eflaust spenntur eftir leikjunum við þá í sumar.

3.sæti         Þróttur úr Reykjavík mun enda í því þriðja og þar með fara upp ef að þessi góða spá rætist. Ég hef lítið séð til þeirra í vetur en þeir misstu sinn besta mann þegar Keli fór í Víking. Gunni Odds fór úr Reyni þar sem hann gerði flotta hluti og tók við þeim. Þeir hafa einnig styrkt sig síðan í fyrra og fengið menn eins og Adólf Sveins og Hjört Hjartarsson. Þróttarar eiga samkæmt öllu að vera í toppbaráttu.

2.sæti         ÍBV féll í haust ásamt okkur og þeir koma til með að verða öflugir í sumar. Ég hef mikið álit á þjálfara þeirra Heimi Hallgríms og svo virðast þeir vera að byggja upp sem er flott mál hjá þeim. ÍBV á einn sterkasta heimavöll landsins og ég held að ég muni það rétt að við höfum einu sinni unnið þá þar.

1.sæti          Við fáum semsagt þann vafasama heiður að vera spáð fyrsta sæti. Reyndar er allt fyrir hendi til að standa sig í sumar. Við erum með flottan leikmannahóp gott þjálfarateymi og frábæra aðstöðu yfir sumartímann. Það sem hefur háð okkur er að við erum á eftir á veturna en aðstaðan er að lagast með knattspyrnuhúsinu. Galdurinn er að ná uppi svakalegri stemmningu og er stór hluti af henni stofnun stuðningsmannaklúbbs sem á eftir að setja svip sinn á leiki sumarsins. Við gerum þetta að frábæru sumri öll saman og þá vonandi rætist þessi góða spá

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband