Grindavík-Valur

Á morgun spilum við á gamla aðalvellinum okkar við Valsmenn. Það ekki hægt að hugsa sér betri leik fyrir mót enda eru Valsmenn með gríðalega sterkt lið. Leikurinn byrjar klukkan 19.00 og hvet ég fólk til að kíkja á völlinn.

Við fengum liðstyrk í lok síðustu viku þegar Jói Helga skrifaði undir lánssamning einmitt frá Val. Jói þekkir vel til hér enda spilaði hann með okkur í fyrra. Hann kemur til með að styrkja lið okkar mikið og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.  

Á föstudag var fundur með stuðningsmönnum Grindavíkur og komust færri að en vildu. Á fundinum var aðeins farið yfir málin í stúkunni og líst mér alveg hreint ljómandi vel á þetta. Tryggvi Kristjáns rithöfundur með meiru var búinn að útbúa texta við hin ýmsu lög sem verða æfð næsta sunnudag í salthúsinu kl 15.00. Þá voru ræddar hugmyndir um nafn klúbbsins og nafnið Gulu djöflarnir er ofarlega á blaði eins og er enda mikið af United mönnum á fundinum. Ef fólk er með hugmynd um nafn þá endilega komið með það og svo verður það ákveðið á sunnudaginn. Ef fólk hefur áhuga á þessum félagsskap þá er málið að hafa samband við Einar Hannes, Tryggva eða Sigga Þór.

Óli Stebbi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er gott að elska...Já það er gott að elska.......Það er gott að EL-ska....Klúbb... eins og þig"

Bubbi (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:07

2 identicon

flott

Sjö-an (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:01

3 identicon

Mæli með að kalla þetta Guli herinn?? 

Hammerinn (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 16:17

4 identicon

Er Guli herinn það frumlegasta sem þér dettur í hug drengur. Eru ekki sandgerðingarnir með klúbb sem heitir Hvíti herinn?? Reynum að vera ekki alveg litaðir af enska boltanum og látum klúbbinn heita Gulu fallbyssurnar

sjö-an (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:08

5 identicon

Lions klúbburinn Daddi!

Fergie (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband