Var að koma heim af æfingaleiknum gegn Í.R. sem fram fór á frábærum gervigrasvelli þeirra Breiðhyltinga, sem hafa tekið þó nokkrum framförum undir stjórn Ásgeirs Elíassonar síðan við mættum þeim síðast í Reykjaneshöllinni.
Paul kom okkur í 1-0 um miðjan fyrri hálfleik með frábæru skoti fyrir utan teig sem söng lag með Proclaimers efst í samskeytunum. Fljótlega eftir það jöfnuðu Í.R.-ingar en Alex tryggði okkur sigur er nokkrar mínútur voru eftir með skalla af 0,5 metra færi í 0,3 metra hæð, eftir að skot Andra Steins hafði verið varið í slána.
Ekki ætla ég nú að tjá mig mikið meira um leikinn, enda kæmi sjálfsagt lítið af viti út úr því, þar sem ég er "meiddur í hausnum". Þegar Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi markvörður ÍBV og Fram og núverandi markmannsþjálfari Í.R.-inga heyrði af því, sagði hann umsvifalaust:
"Bíddu....eruð þið fyrst að komast að þessu núna!?"
Annars er ástæða skrifanna fyrst og fremst sú að er ég sat á bekknum um miðjan seinni hálfleik, þá spurði ég Ragga Ragg, hvort það væri eitthvað til í þeim orðrómi að það væru að koma einhverjir nýjir leikmenn til liðs við okkur fyrir mót.
Raggi svaraði af sinni alkunnu stóísku ró um leið og hann lýsti yfir skoðun sinni á genginu í leiknum:
"Nýir leikmenn!?!?! Það er að koma LEST!"
Raggi var ekki sáttur við gang mála á
Hér sést Orri eftir að
hafa misnotað DAUÐA-færi
Lestin var komin á Hofsós um
kvöldmatarleytið.
Húni.
Flokkur: Íþróttir | 2.5.2007 | 21:30 (breytt kl. 21:32) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
102 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.