Já nú eru bara rétt 2 vikur í fyrsta leik og ekki laust við að menn séu aðeins farnir að spá í sumrinu. Þar sem við erum að spila í b deild í fyrsta skipti síðan 1994 þá er það svolítið skrítið fyrir okkur að vera að fara að spila við lið sem við höfum bara ekki spilað við áður. T.d hef ég aldrei spilað við Reyni S, Njarðvík, Leikni, Víking Ó, Fjarðarbyggð, Fjölni áður í deildarkeppni eða bikar. Við byrjum sjálfsagt á einum af 5 erfiðustu leikjum sumarsins því Stjörnumenn hafa verið að spila mjög vel í vetur og unnu okkur t.d í lengjubikarnum 5-0. Við erum með tvo sterka leikmenn í banni þá Ray Jónsson og Albert Ara þannig að róðurinn verður enn þyngri en ella. Fyrsti heimaleikurinn er síðan á móti Leikni úr Breiðholti og þriðji leikurinn er fyrir norðan á móti KA. Í svona móti er mjög mikilvægt að byrja vel og ef við förum í gegnum þessa leiki með allavega 7 stig þá verð ég nokkuð sáttur. Að lokum vil ég láta áhugasama um stuðningsklúbb vita af sofnfundi sem verður í vikunni en hann verður auglýstur vel hér á síðunni.
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 29.4.2007 | 23:32 (breytt kl. 23:35) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.