Á fimmtudag spilum við okkar síðasta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Gegnið hefur ekki verið sem skildi en allt á uppleið samt. Við byrjuðum á því að spila við íslandsmeistara FH og steinláum 5-0. Næst spiluðum við við Stjörnuna og ekki fór sá leikur betur því þar töpuðum við einnig 5-0. Eftir Stjörnuleikinn var það HK og þar spiluðum við einn okkar besta leik og töpuðum mjög ósanngjarnt 0-1 þar sem þeir skoruðu úr eina færi sínu seint í leiknum. Leiðin lá norður og spilað var við KA í Boganum og þá loksins skoruðum við 2 en því miður var vörnin ekki að finna sig frekar en áður og við fengum á okkur 2 mörk. Loksins kom þetta hjá okkur og við unnum Val verðskuldað 1-0 og leiðin virtist vera uppávið en þá hrundum við aftur og töpuðum 6-2 á móti Kela og félugum í Víkingi. Eftir þetta fórum við til Tyrklands þar sem unnið var mikið í varnarleik liðsins og skilaði það sér heldur betur á móti tveimur rússnenskum liðum þar sem við vorum að fá kannski 4 færi á okkur í báðum leikjunum og þetta voru alls ekki slök lið, síður en svo. Nú á fimmtudag spilum við eins og áður sagði okkar síðasta leik í þessu móti og það er á móti Fylki. Í Fylki eru tveir leikmenn sem voru með okkur í fyrra þeir Kristján Valdimars og David Hannah. Leikurinn verður á Fylkisvelli sumardaginn fyrsta og byrjar hann kl 14.00
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 16.4.2007 | 21:13 (breytt 17.4.2007 kl. 10:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.