Fylkir-Grindavík

Á fimmtudag spilum við okkar síðasta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Gegnið hefur ekki verið sem skildi en allt á uppleið samt. Við byrjuðum á því að spila við íslandsmeistara FH og steinláum 5-0. Næst spiluðum við við Stjörnuna og ekki fór sá leikur betur því þar töpuðum við einnig 5-0. Eftir Stjörnuleikinn var það HK og þar spiluðum við einn okkar besta leik og töpuðum mjög ósanngjarnt 0-1 þar sem þeir skoruðu úr eina færi sínu seint í leiknum. Leiðin lá norður og spilað var við KA í Boganum og þá loksins skoruðum við 2 en því miður var vörnin ekki að finna sig frekar en áður og við fengum á okkur 2 mörk. Loksins kom þetta hjá okkur og við unnum Val verðskuldað 1-0 og leiðin virtist vera uppávið en þá hrundum við aftur og töpuðum 6-2 á móti Kela og félugum í Víkingi. Eftir þetta fórum við til Tyrklands þar sem unnið var mikið í varnarleik liðsins og skilaði það sér heldur betur á móti tveimur rússnenskum liðum þar sem við vorum að fá kannski 4 færi á okkur í báðum leikjunum og þetta voru alls ekki slök lið, síður en svo. Nú á fimmtudag spilum við eins og áður sagði okkar síðasta leik í þessu móti og það er á móti Fylki. Í Fylki eru tveir leikmenn sem voru með okkur í fyrra þeir Kristján Valdimars og David Hannah. Leikurinn verður á Fylkisvelli  sumardaginn fyrsta og byrjar hann kl 14.00

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband