Eins og fyrsta vikan þá voru síðustu dagarnir frábærir. Við spiluðum við annað Rússneskt lið og þetta lið var eins og fyrsta liðið mjög öflugt. Leikar fóru þannig að við töpuðum 0-1 eftir að þeir skoruðu úr eina færi þeirra í leiknum. Það var nokkuð áberandi í þessum leik og sér í lagi þegar líða tók á leikinn að þreyta var kominn í mannskapinn. Menn voru þó mjög sáttir við spilamennskuna sér í lagi varnarleik liðsins sem hefur lagast mjög mikið í ferðinni. Á lokakvöldinu fór svo fram árlegt nýliðaatriði sem tókst vel upp. Þeir Jón Ágúst, Siggi, Óli Baldur, Markó Goran og Abbi fóru á kostum og hláturinn var svo mikill að gestir hótelsins létu sjá sig við mikla kátínu. Þið fáið mikið hrós fyrir þetta kvöld nýliðar þrátt fyrir erfiða byrjun. Við tókum líka strandblaksmót sem var nátturlega frábær skemmtun en menn voru á einu máli með það að vonbyggði mótsins hafi verið Orri Hjaltalín og að tilþrif mótsins hafi Magnús aka "Denny Crane" átt þegar hann tók þessa líka hávörnina á Orra. Tapliðið þurfti síðan að taka sundsprett í sjónum sem að þeir auðvitað gerðu. Andinn var frábær hjá okkur og þrátt fyrir minni háttar vandamál sem alltaf koma upp í svona ferðum og tókst ferðin mjög vel. Þessar ferðir eru nauðsynlegar bæði þjálfunarlega og eins móralslega því á Íslandi er undirbúningstímabilið bara alltof langt og erfitt í myrkri og snjó.
Andri og Ingvar flottir
Seinni leikur við Rússana
Ungu strákarnir að gera sig klára
Ingvar klikkar á víti í keppni fararstjórnar og sjúkraþjálfara
Óli Stebbi
Flokkur: Íþróttir | 15.4.2007 | 20:05 (breytt kl. 20:08) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
ég þakka fyrir fína ferð drengir, leiðinlegt að segja frá því að ég held að menn hafi náð að sigla fram úr mér í tankeppninni en ég verð bara að spíta í lófana og skella mér í sæluna!!
eyjobro (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 20:52
Ég þakka sömuleiðis fyrir góða ferð...en á ekkert að setja fleiri myndir úr henni hér inná???..væri ekki sniðugt að safna saman myndum frá þeim sem tóku með sér myndavél???
Buddy Orbinson(Nonni) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:27
lol já þú verður bara að sætta þig við það að þú ert ekki með þetta ítalska lúkk eins og við hinir;)
Sjö-an (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.