Leitin að stöðugleikanum

Leit okkar Grindvíkinga að stöðugleikanum heldur áfram en eins og áhangendur liðsins hafa tekið eftir, hefur verið vöntun á honum í leikjum vetrarins og reyndar kemur í ljós að nokkuð hefur borið á skorti af þessu tagi undanfarin ár, ef rýnt er í sögubækurnar. 

Í fyrramál morgundagsins heldur liðið til Tyrklands eftir sterkar ábendingar um að þar sé stöðugleikann að finna, einhvers staðar í næsta nágrenni við Golf Hotel Sirene.

Samkvæmt dagatali því sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar afhenti leikmönnum í gærkvöldi, verður að leitað að meðaltali tvisvar á dag. 

Búast má við tíðindum af leitinni, hér á þessari dásamlegu síðu okkar, um leið og eitthvað fréttnæmt gerist.

E.H. 

turkish2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andri Steinn skemmti sér

konunglega í ferðinni í fyrra

turkish

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi varðmaður er talinn gæta

stöðugleikans, þar sem hann er að

finna.

Types-of-Midway(Turkish)

 

 

 

 

 

 

 

Tyrkneska liðið sem við sigruðum í fyrravor

var gríðarsterkt. Hér sjást þeir stilla sér

upp fyrir leikinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki einu sinni hvað þetta orð þýðir

sjöan (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband