Hinn heimsfrægi Andrea Carnevale er genginn til liðs við Grindvíkinga og kemur til með að sjá um sérþjálfun framherja okkar í sumar. Hann kom til landsins í gær og verður með Andra Stein, Goran og Orra á léttri æfingu á sparkvellinum í Grindavík kl. 13:30 í dag, sem hluta af undirbúningi fyrir leikinn gegn Víkingi sem hefst klukkan 17 í Egilshöll.
Carnevale, sem leggur víst mikið upp úr sálfræði framherja og hæfni þeirra til þess að sjá fyrir sér hlutina heppnast áður en þeir gerast, lék um árabil með landsliði Ítalíu en er ef til vill þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Diego Maradona hjá Napoli á 9.áratug síðustu aldar. Hann hefur skrifað undir samning til haustsins, með möguleika á framlengingu um tvö ár, ef vel tekst til.
Carnevale, sem hefur lokið UEFA B-prófi í þjálfunarfræðum, kemur hingað til lands að tilstuðlan Davor Suker, sem er góður vinur Jankós og var mikið lagt upp úr því að hann kæmi til móts við hópinn fyrir Tyrklandsferðina.
Svo sannarlega mikill fengur þarna á ferð og greinilegt að það á að fyrirbyggja það að markaskorun verði vandamál í sumar.
Carnevale á að baki 36 landsleiki
fyrir Ítalíu
Flokkur: Íþróttir | 1.4.2007 | 12:33 (breytt kl. 12:37) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Ég elska aprílgöbb
Bogi Rafn (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.